Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 35
34
sálgreinendur hafi.73 Þær hugmyndir sem hún setur fram kalla líka á endur-
skoðun á því hvernig fjallað hefur verið um trans upplifun (e. transgender
ism) í sálgreiningu. Í bókinni gengur hún út frá þeirri forsendu „að það sé
eitthvað óhugsandi við okkur öll og að kynjamismunur gefi því nafn.“74
Samkvæmt Gherovici tilheyrir kynjamismunur rauninni og
„streitist á móti því að vera tákngerður, veldur sjúkdómseinkenni,
en það er sjúkdómseinkenni sem verður ekki leiðrétt eða læknað;
það er engu að síður eitthvað sem hver sjálfsvera verður að takast á
við.“75
Gherovici gerir grein fyrir því hvernig sjálfsveran getur tekist á við „sjúk-
dómseinkenni kynsins“ með hugtaki frá Lacan, „sinthome“ (f. le sinthome),
en hann notaði það til að lýsa því hvernig hægt er að skapa eitthvað úr
sjúkdómseinkenninu, umbreyta því úr því sem þjakar sjálfsveruna í eitt-
hvað sem leyfir henni að lifa.76
Kyn er óröklegt samkvæmt sálgreiningunni, en Gherovici bendir á að
það sé manneskjunni engu að síður nauðsynlegt að tákngera það með ein-
hverjum hætti, gefa því efnislega mynd.77 Hún telur nauðsynlegt að klínísk
sálgreining nálgist kynið út frá sinthome, sem hún lýsir sem sköpunarverki
sem reyni „ekki að ‚bæta upp‘ misræmið milli kynjanna“ heldur finni þetta
sköpunarverk sér leið umhverfis misræmið, verður til þrátt fyrir það.78
Sálgreining gerir því hvorki „líffræðilegt kyn“ né „menningarlegt kyn“
73 Patricia Gherovici, Please Select Your Gender, bls. xiii.
74 „Gherovici […] begins from the premises that there is something unthinkable
about everybody and that sexual difference names that unthinkable.“ Shanna
Carlson, „Please Select Your Gender: From the Invention of Hysteria to the
Democratizing of Transgenderism by Patricia Gherovici“, The International Journal
of Psychoanalysis, 1/2016, bls. 239–243, hér bls. 242.
75 „Since sexual difference is real and resists symbolization, it creates a symptom,
but this symptom is something that cannot be rectified or cured; it is nevertheless
something with which every subject must come to terms.“ Patricia Gherovici, Please
Select Your Gender, bls. 231.
76 Sama rit, bls. 216.
77 Sama rit, bls. 247.
78 „The sinthome is a creation that is not trying to ‘make up’ for the disharmony
between the sexes; it is a creation that ‘makes do’ around the disjunction.“ Sama
rit, bls. 185. Þar sem Gherovici telur ekki að þeir sem séu trans séu veikir lítur
hún ekki heldur svo á að kynleiðrétting sé „meðferð eða lækning“, þótt ferlið geti
í sumum tilfellum verið hluti af því sköpunarverki sem sinthome lýsir. Sjá sama rit,
bls. 246.
GuðRún Elsa BRaGadóttiR