Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 37
36
ramma sálgreiningar og dregur fram þá þætti sem hann telur mikilvægasta
fyrir hinsegin fræði; dulvitund, raunina og viðfangið a. Þá verður mik-
ilvægi trans veruleika og þeirrar þekkingar sem hann hefur fært fræðafólki
sérlega skýrt í verkum eftir Shönnu Carlson og Patriciu Gherovici, þar
sem Carlson leggur til að trans upplifun geti varpað ljósi á ólíkar stöður í
kynjajöfnu Lacans og Gherovici bendir á að þeir sem séu trans hafi kennt
sálgreinendum að kynið er aldrei annað en sköpunarverk; sinthome sem
við sköpum öll, hvort sem við erum trans eða sís, úr því sem verður alltaf
óröklegt: kynið.
verk Gherovici og Carlson sýna enn fremur að sálgreining getur hjálp-
að okkur að vinna úr þeirri togstreitu sem birtist í umræðunum sem áttu
sér stað í Norræna húsinu árið 2010. Kenningar sálgreiningar gera ráð
fyrir því að kynið sé bæði óröklegt og, í einhverjum skilningi, tilbúningur
– en hér er á ferðinni tilbúningur sem verður hvorki umflúinn né afbyggð-
ur að fullu. Dulvitundin gerir okkur ókleift að velja eða breyta þegar að
kynjaðri upplifun okkar kemur, en sú upplifun getur engu að síður verið
fljótandi; það er mögulegt að við samsömum okkur því sem er óröklegt
og sköpum okkur stað í heiminum meðvituð um að kynið dugar ekki til
að gera grein fyrir því sem við erum. Svarið við spurningunni sem sett er
fram í lok inngangs þessarar greinar er því skýrt. Sálgreining og hinsegin
fræði fara saman, þótt árekstrar séu óumflýjanlegir.
Ú T D R Á T T U R
Af usla og árekstrum
Sálgreining í ljósi hinsegin fræða
Undanfarna áratugi hefur mikil og öflug fræðimennska farið fram á sviði sálgrein-
ingar og hinsegin fræða sem miðar að því að endurlesa sígilda texta sálgreining-
arinnar frá sjónarhóli hinsegin kenninga. Segja má að þessi vinna hafi hafist með
tímamótaverki Judith Butler, Kynusla, en í greininni er skoðað hvernig Butler endur-
skoðar kenningar sálgreiningarinnar frá hinsegin sjónarhorni í verkum sínum. Í því
samhengi er rýnt í þær kenningar Sigmunds Freuds og Jacques Lacans sem Butler
vinnur helst með, auk þess sem gagnrýni og umræðu um verk hennar meðal fræða-
fólks af sviði sálgreiningar eru gerð skil, en Tim Dean, Patricia Gherovici og Shanna
Carlson eru þar mest áberandi. Í greininni er leitast við að svara því hvort – og þá
GuðRún Elsa BRaGadóttiR