Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 40
39
soffía auður Birgisdóttir
Hið „sanna kyn“
eða veruleiki líkamans?
Hugleiðingar spunnar um frásögn af
Guðrúnu Sveinbjarnardóttur
Þótt kynin séu ólík eiga þau samleið. Í öllum manneskjum má finna
sveiflur frá einu kyni til hins og oft eru það bara fötin sem vísa
til karlmanns eða kvenmanns þótt undir niðri búi annað kyn en
það sem sýnist. vandræðaganginn og ruglinginn sem af þessu leiðir
þekkja allir [...].1
[Það var] mynd með krosssaumi af blómum í gulum litum fínt saman
stilltum. Þá mynd hafði gert Guðrún sú sem kölluð var karlmaður
og var dóttir (sonur) Sveinbjarnar Egilssonar, en kynferði hennar
hafði ruglast fyrir þeim sem áttu að ákvarða það þegar hún fæddist.
Og hlaut hún að ganga með rangt ákvarðað kynferði alla ævi, líklega
sér og manni sínum til nokkurs meins.2
Fyrri tilvitnunin hér að ofan er í skáldsöguna Orlandó eftir virginiu Woolf
þar sem bent er á að ekki fer alltaf saman sýnd og reynd þegar spurt er um
kyn einstaklinga. Í Orlandó er tekist á við merkingu kynsins á fjölbreytileg-
an hátt enda fjallar skáldsagan um persónu sem breytir um kynferði (e. sex)
í miðri sögu en lætur þá breytingu ekki alltaf stjórna kyngervi (e. gender)
sínu í framhaldinu. Þegar Orlandó hefur breyst úr karlmanni í konu, eftir
sjö daga dásvefn, klæðir hún sig til að mynda í karlmannsföt ef henni sýnist
svo, hún lætur með öðrum orðum siðvenjur ekki hefta sig langi hana til að
1 virginia Woolf, Orlandó. Ævisaga, íslensk þýðing Soffía Auður Birgisdóttir, Reykja-
vík: Opna, 2017, bls. 155.
2 Málfríður Einarsdóttir, Rásir dægranna. Eftirlátin skrif, Reykjavík: Ljóðhús, 1986,
bls. 148.
Ritið 2/2017, bls. 39–77