Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Qupperneq 44
43
ina af Guðrúnu á prent. Sem höfundur er Málfríður einn frumlegasti
penni íslenskra bókmennta og eftir hana liggja hvort tveggja skáldsögur og
sjálfsæviskrif sem bera vott um mikla hugmyndaauðgi og fjörmikinn stíl.
Eitt aðaleinkennið á sjálfsæviskrifum Málfríðar er hvernig hún afbygg-
ir hugtök á borð við sjálf, tíma, rúm, kyn, kynhlutverk, sem og stofn-
anir samfélagsins.14 Ragnhildur Richter túlkar frásögn hennar af Guðrúnu
Sveinbjarnardóttur í þessu ljósi:
Þannig er það ekki fyrr en í texta Málfríðar sem furðuleg saga
Guðrúnar, sem er fórnarlamb samfélagsins og þarfar þess fyrir fasta
merkingu, er sögð. Þegar hún er búin að brjóta upp alla merkingu
og hafna öllum stofnunum samfélagsins er Málfríður frjáls að því
að draga slík furðuverk sem prestsfrúna, föður vinnukonubarnsins,
fram í dagsljósið.15
Þess má geta að í Rásum dægranna er að finna fleiri skrif Málfríðar sem
tengjast hinsegin veruleika, því þar er birtur kaflinn „Frumástir Tötru“,
en Tötra er önnur aðalpersónan í skáldsögum Málfríðar Auðnuleysingi og
Tötrughypja (1979) og Tötra í Glettingi (1983). „Frumástir Tötru“ segja frá
því þegar Tötra „komst nær tindum sálrænna fyrirbrigða svo sem ástalíf
manna má teljast vera“, en það var þegar hún varð ástfangin af Einhildi
Dómhildi, nágrannakonu sinni: „Þar sem áður var ágapi, var nú eros“,
segir Tötra og tekur þar með af öll tvímæli um að ást hennar er af kynferð-
islegum toga.16 Lýsing Málfríðar á þessum samkynja ástum er innileg,
hreinskilin og fyndin; í frásögninni fléttast saman trú og ást, að ógleymdu
háði sem beinist að þeim sem véla um synd og refsingu: „[...] og gerð-
ust af þessu merkilegir hlutir og hefðu ekki mátt í letur færast á öldinni
sem leið“.17 Sagan af frumástum Tötru, sem og frásögnin af Guðrúnu
Sveinbjarnardóttir, bera vitni um að Málfríður þekkti til hinsegin veruleika
þótt sagan af Tötru sýni jafnframt að hinsegin rými var takmarkað; saga
Tötru og Einhildar Dómhildar endar á að þær slíta sambandi sínu eftir að
14 Sjá Ragnhildur Richter, „„Þetta sem ég kalla „mig“, það er ekki til.“ Um sjálfs-
ævisögu Málfríðar Einarsdóttur“, Fléttur I, ritstj. Ragnhildur Richter og Þórunn
Sigurðardóttir, Reykjavík: Rannsóknastofa í kvennafræðum, Háskóli Íslands, Há-
skólaútgáfan, 1994, bls. 115–133.
15 Sama heimild, bls. 122.
16 Málfríður Einarsdóttir, Rásir dægranna, bls. 93–111, hér bls. 103. Með orðinu ágapi
er Málfríður að vísa til gríska orðsins agápë (e. agape) sem vísar til andlegrar ástar
en eros vísar hins vegar til líkamlegrar, kynferðislegrar ástar.
17 Sama heimild, bls. 104.
HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?