Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 47
46
fram liðu tímar. Sjálfur lýsti
Sveinbjörn þeirri skoðun í setn-
ingarræðu við Bessastaðaskóla
árið 1822 að „fáir kostir prýði
úngan mann iafnmikið, sem
sómasamlegt lítillæti“ og ein-
kenni lítillætisins sé „að géra
ecki mikið úr því sem maðr kann
að hafa fram yfir aðra, og nátt-
úrlega fylgir því sá eginlegleiki
að líta framar á yfirburði annara,
og heldr draga siálfs síns kosti í
hlé“.28 Líklega hefur hann viljað
innræta börnum sínum slíkt hið
sama og því verið spar á hrós.
Þegar Benedikt Gröndal fór
til náms til Kaupmannahafnar
var Guðrún systir hans fimmtán
ára gömul en þegar hann sneri
þaðan aftur til Íslands árið 1850 var hún gift séra Þórði Thorgrímssen og
flutt vestur í Otradal í Arnarfirði. Það er ekki rétt hjá Málfríði að Benedikt
geti ekki þessarar systur sinnar í Dægradvöl; hann ræðir hvernig fjölskyld-
an er samsett þegar hann snýr aftur heim úr námi og segir: „Guðrún og
Þuríður voru giftar fyrir vestan“.29 Þetta er hins vegar í eina skiptið sem
Benedikt nefnir nafn Guðrúnar. Það þarf þó ekki endilega að þýða að
honum hafi verið í mun að tala sem minnst um hana; á milli þeirra eru
fimm ár og hann talar mest um þau systkini sín sem standa honum næst í
aldri, Þuríði og Egil. Benedikt leggur til að mynda mikla áherslu á hversu
vel gefin Þuríður var og segir að hún hafi verið „ákaflega gefin fyrir bækur
og skáldskap, miklu meir en [hann sjálfur] var þá.“30 Jón Árnason segir að
Sveinbjörn hafi alið „staka önn fyrir uppfræðíngu [barna sinna], þar sem
hann annaðhvort kendi þeim sjálfur framan af, á meðan þau voru fá, eða
28 Sveinbjörn Egilsson, Skólaræður Sveinbjarnar Egilssonar, Reykjavík: Almenna bóka-
félagið, 1968, bls. 22. Ýmsar fl eiri ályktanir mætti draga af þeim siðaboðskap sem
fram kemur í skólaræðum Sveinbjarnar og ætla má að hann hafi viljað innræta
börnum sínum, ekki síður en skólapiltum.
29 Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson, Dægradvöl, bls. 173.
30 Sama heimild, bls. 59.
soffía auðuR BiRGisdóttiR
Guðrún Sveinbjarnardóttir. Ljósmyndari óþekkt
ur, mynd í eigu Ljósmyndasafns Stykkishólms.