Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 56

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 56
55 um í Reykjavík.69 Þá hafði hún leigutekjur í mörg ár og frá árinu 1895 til dánarárs naut hún einnig ekknastyrks, samtals í nítján ár.70 Í Stykkishólmi naut Guðrún „mikillar virðingar bæði sakir ættar sinnar og einnig vegna þess að hún þótti mikilhæf og sérstök kona“.71 Lát Guðrúnar var tilkynnt í Morgunblaðinu: „Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að ekkjufrú Guðrún Sveinbjarnardóttir í Stykkishólmi andaðist að heimili sínu kl. 11 í gærkvöldi eftir langvarandi lasleika, nær 85 ára gömul.“ Tilkynningin er dagsett 3. júní og undir hana skrifar „[f]yrir hönd ættingjanna“, Jón Á. Egilsson, bróðursonur Guðrúnar.72 Eftir að Guðrún var orðin sjúkling- ur og gat ekki hugsað um sig sjálf naut hún hjúkrunar og aðhlynningar Elínborgar Baldvinsdóttur, fyrrum leigjanda síns,73 frá því í september 1914 og til dánardægurs, eins og sjá má af reikningi sem Elínborgu var greiddur úr dánarbúinu, 31. desember 1916, upp á 325 krónur.74 „Og hlaut hún að ganga með rangt ákvarðað kynferði alla ævi“ Af því sem hér hefur verið dregið saman úr tiltækum heimildum um Guðrúnu Sveinbjarnardóttur má segja að upp teiknist nokkuð flókin mynd. Myndin sýnir sjálfstæða, duglega og mikilhæfa konu sem sá fyrir sér sjálf með ýmsum ráðum og naut virðingar í Stykkishólmi, þótt hún þætti sérstök. Um hana var hins vegar einnig slúðrað og athygli vekur að hún býr árum saman með Ragnhildi Gísladóttur, en enginn karlmaður kemur við sögu í slúðri um Guðrúnu. Það sem vekur einna mesta eftirtekt í frásögn Málfríðar er sú fullyrðing að vinnukona á prestssetrinu í Otradal hafi kennt Guðrúnu barn og hún ekki getað „borið það af sér“. Af því sem rakið hefur verið hér að framan er ekkert sem styður þá sögusögn, né þá að Guðrún hafi gengið „með rangt ákvarðað kynferði alla ævi“. Það er hins vegar ljóst að Guðrún og séra Þórður áttu við hjónabandserfiðleika 69 Á Iðnaðarsýningunni 1883 hlaut hún heiðurspening úr silfri „fyrir baldírað belti“, sjá Ísafold 22. september 1883, bls. 95–96, og á Iðnsýningunni 1911 hlaut hún þriðju verðlaun fyrir listsaum, sjá Lögrétta 23. ágúst 1911, bls. 151. 70 Lbs. 2367. 4to. Sighvatur Grímsson Borgfirðingur, Prestaæfir X, bls. 783. Séra Þórður lést árið 1889 en Guðrún fékk fyrst ekknastyrk sex árum síðar. 71 Bragi Straumfjörð Jósepsson, Eitt stykki hólmur, bls. 465. 72 Morgunblaðið 4. júní 1916, bls. 1. 73 Árið 1880 var Elínborg Baldvinsdóttir (1863–1935) leigjandi í Guðrúnarhúsi og bjó þar með fóstursyni sínum, Baldvini Sigurvinssyni (1904–1982). Ekki voru fleiri íbúar í húsinu þá en þau þrjú. ÞÍ, manntal fyrir Stykkishólm 1880. 74 Sjá ÞÍ, Sýslumaður Stykkishólmi ED2/19, örk 8. Skipta- og uppboðsskjöl. Dánarbú Guðrúnar Sveinbjarnardóttur 1917. HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.