Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 59
58
voru meiri en áður. Þá rannsakar Særún Lísa einnig þjóðsögur og spáir í
hvort í þeim leynist vísbendingar um samkynja ástir.81 Ýmislegt bendir til
þess að í raun hafi engin orðræða verið til um samkynhneigð eða önnur
hinsegin málefni á Íslandi fyrr en langt var liðið á tuttugustu öld82 og
þegar þannig háttar til má segja að slúður gefi vísbendingu fremur en vitn
eskju, eða, eins og segir í latnesku orðatiltæki: „Ubi fumus, ibi ignis“: „Þar
sem er reykur, þar er eldur.“
Túlkunarmöguleikar
Í inngangi að nýútkomnu greinasafni um hinsegin fræði og hinsegin sögu
á Íslandi, Svo veistu að þú varst ekki hér, setja ritstjórarnir fram nokkrar
spurningar sem varða „eldri vísbendingar um tilvist hinsegin fólks“, meðal
annars þessa: „Ef sagt var að kona hefði barnað aðra konu, merkir það að
hún hafi verið intersex?“83 Slíkri spurningu verður vitaskuld ekki svarað
með ótvíræðum hætti ef engar óyggjandi heimildir liggja fyrir. Mér virðist
hins vegar að hægt sé að íhuga ýmsa möguleika til að skýra sögurnar um
Guðrúnu Sveinbjarnardóttur. við blasa að minnsta kosti ferns konar svör:
1) Að orðrómurinn sé slúður, ef til vill til kominn vegna ,karlmannlegs
útlits‘ hennar eða ‚ókvenlegrar‘ hegðunar og ekkert í honum hæft.
2) Að orðrómurinn hafi komist á kreik vegna þess að eftir því var tekið
að Guðrún hneigðist til kvenna.
3) Að Guðrún hafi verið það sem í dag kallast intersex, kynferði henn-
ar hafi verið rangt ákvarðað við fæðingu og hún gæti þar af leiðandi
hugsanlega hafa barnað vinnukonuna.
81 Særún Lísa Birgisdóttir, „Hommar eða huldufólk? Hinsegin rannsókn á sögnum
og samfélagi að fornu og nýju“, MA–ritgerð í þjóðfræði við Háskóla Íslands, 2014,
aðgengileg á vefnum Skemman: http://hdl.handle.net/1946/18694.
82 Þorvaldur Kristinsson bendir á að þeirri opinberu orðræðu sem átti sér stað á meg-
inlandi Evrópu á síðustu áratugum nítjándu aldar um samkynhneigð hafi „hvergi
[verið] til að dreifa á Íslandi árið 1924“, hvað þá fyrr. Sjá „Glæpurinn gegn nátt-
úrlegu eðli. Réttvísin gegn Guðmundi Sigurjónssyni 1924“, Svo veistu að þú varst
ekki hér“, bls. 107–146, hér bls. 132 og 142–144.
83 Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, inn-
gangur að Svo veistu að þú varst ekki hér, bls. 13–14. Þær svara ekki spurningunni,
né heldur geta þær þess til hvaða konu er verið að vísa. Ekki er ólíklegt að hér sé
óbeint vísað til Guðrúnar Sveinbjarnardóttur og þeirrar tilgátu sem ég hef viðrað
í nokkrum fyrirlestrum, þ.e. að Guðrún hafi verið intersex, t.d. á þingi Reykjavík-
urAkademíunnar, Hugmyndir 21. aldarinnar (H-21), 17. september 2016 og á
árþingi Rannsóknarsetra Háskóla Íslands, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns, 30. mars
2017.
soffía auðuR BiRGisdóttiR