Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 61

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 61
60 til í orðaforða Íslendinga á þeim tíma og kannski heldur ekki hugmyndin um slíka kynhneigð eða kynverund.86 Reyndar má hafa í huga að Guðrún ólst upp á heimili þar sem grískar menntir voru í hávegum hafðar og faðir hennar þýddi hvort tveggja Samdrykkju Platóns og ljóð eftir Saffó,87 svo það kann að vera að hugmyndin um samkynja ástir hafi ekki verið henni ókunn. Það kann líka vera að Guðrún hafi átt í einhvers konar ástarsamböndum við konur, bæði á prestssetrinu í Otradal og síðar. Sérstaklega má þar hafa í huga áralanga sambúð hennar og Ragnhildar Gísladóttur. Á nítjándu öld, þegar samkynhneigð var lögð að jöfnu við líkamlegan ‚afbrigðileika‘, og oft álitin ástand þar sem karlkyns sál væri föst í kvenlíkama og öfugt, var grunur um ,of náin‘ sambönd kvenna næg ástæða fyrir sögusögnum, slúðri og karlkenningu.88 Þriðji möguleikinn er sá að fótur hafi verið fyrir sögusögnunum um að Guðrún hafi verið karlmaður að því leyti að kyn hennar hafi verið rangt ákvarðað við fæðingu sökum þess sem í dag er kallað intersex kyn- breytileiki; til dæmis að hún hafi líkamlega líkst stúlku í frumbernsku og æsku en annað kyn komið í ljós við kynþroska. Þekktasta dæmið um slíkt er líklega saga Herculine Barbin (1838–1868) sem Michel Foucault gaf út í enskri þýðingu, ásamt formála sínum og læknaskýrslum.89 Finnbogi Hermannsson skrifaði þátt um Guðrúnu Sveinbjarnardóttur sem birtist í öðru bindi rita hans um vestfirskar konur. Þar bendir hann á að sé gætt „að barnsfæðingum í Otradalssókn sem gætu flúttað við orð Málfríðar, þá fæðir vinnukonan Sigríður Kristjánsdóttir barn í Otradal þann 22. sept- 86 Sjá Íris Ellenberger, „Lesbía verður til“, bls. 8 og bls. 13–14. 87 Þorsteinn vilhjálmsson fjallar um íslenskar þýðingar á ljóðum Saffóar í nýlegri grein og sýnir þar fram á hvernig Sveinbjörn Egilsson fjarlægði „allar vísbend- ingar um kyn nokkurrar persónu“ í frægasta og mest þýdda ljóði Saffóar, þar sem lýst er ástarhug sem kvenkyns ljóðmælandi ber til annarrar konu, og eyddi þannig kvennaástunum út úr ljóðinu. Sjá Þorsteinn vilhjálmsson, „Gyðjunafn, skólastýra, vörumerki sjúkdóms. Saffó á Íslandi á 19. og 20. öld“, Svo veistu að þú varst ekki hér, bls. 59–106, hér bls. 72. 88 Sjá Dagný Kristjánsdóttir, „Hinsegin raddir“, bls. 458–463; og Lillian Faderman, Surpassing the Love of Men, sérstaklega 3. kafli: „Eighteenth-Century Fantasy and the Lesbian Image.“ Faderman segir m.a. frá konu, ungfrú Hobart, sem var hirðmær við hirð Karls II, Englandskonungs, og eignaðist marga karlkyns óvini við hirðina vegna mikilla skapsmuna og skarprar tungu. Um hana voru samin kvæði þar sem henni var lýst sem hermafródítu og látið að því liggja að hún hefði gert vinnukonu, sem hún rak úr starfi, ólétta, sjá bls. 42. 89 Michel Foucault, Herculine Barbin. Being the Recently Discovered Memoirs of a Nineteenth­Century French Hermaphrodite, ensk þýðing Richard McDougall, New York: Pantheon Books, 1980. soffía auðuR BiRGisdóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.