Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 61
60
til í orðaforða Íslendinga á þeim tíma og kannski heldur ekki hugmyndin
um slíka kynhneigð eða kynverund.86 Reyndar má hafa í huga að Guðrún
ólst upp á heimili þar sem grískar menntir voru í hávegum hafðar og faðir
hennar þýddi hvort tveggja Samdrykkju Platóns og ljóð eftir Saffó,87 svo það
kann að vera að hugmyndin um samkynja ástir hafi ekki verið henni ókunn.
Það kann líka vera að Guðrún hafi átt í einhvers konar ástarsamböndum
við konur, bæði á prestssetrinu í Otradal og síðar. Sérstaklega má þar hafa
í huga áralanga sambúð hennar og Ragnhildar Gísladóttur. Á nítjándu öld,
þegar samkynhneigð var lögð að jöfnu við líkamlegan ‚afbrigðileika‘, og
oft álitin ástand þar sem karlkyns sál væri föst í kvenlíkama og öfugt, var
grunur um ,of náin‘ sambönd kvenna næg ástæða fyrir sögusögnum, slúðri
og karlkenningu.88
Þriðji möguleikinn er sá að fótur hafi verið fyrir sögusögnunum um
að Guðrún hafi verið karlmaður að því leyti að kyn hennar hafi verið
rangt ákvarðað við fæðingu sökum þess sem í dag er kallað intersex kyn-
breytileiki; til dæmis að hún hafi líkamlega líkst stúlku í frumbernsku og
æsku en annað kyn komið í ljós við kynþroska. Þekktasta dæmið um slíkt
er líklega saga Herculine Barbin (1838–1868) sem Michel Foucault gaf
út í enskri þýðingu, ásamt formála sínum og læknaskýrslum.89 Finnbogi
Hermannsson skrifaði þátt um Guðrúnu Sveinbjarnardóttur sem birtist
í öðru bindi rita hans um vestfirskar konur. Þar bendir hann á að sé gætt
„að barnsfæðingum í Otradalssókn sem gætu flúttað við orð Málfríðar, þá
fæðir vinnukonan Sigríður Kristjánsdóttir barn í Otradal þann 22. sept-
86 Sjá Íris Ellenberger, „Lesbía verður til“, bls. 8 og bls. 13–14.
87 Þorsteinn vilhjálmsson fjallar um íslenskar þýðingar á ljóðum Saffóar í nýlegri
grein og sýnir þar fram á hvernig Sveinbjörn Egilsson fjarlægði „allar vísbend-
ingar um kyn nokkurrar persónu“ í frægasta og mest þýdda ljóði Saffóar, þar sem
lýst er ástarhug sem kvenkyns ljóðmælandi ber til annarrar konu, og eyddi þannig
kvennaástunum út úr ljóðinu. Sjá Þorsteinn vilhjálmsson, „Gyðjunafn, skólastýra,
vörumerki sjúkdóms. Saffó á Íslandi á 19. og 20. öld“, Svo veistu að þú varst ekki hér,
bls. 59–106, hér bls. 72.
88 Sjá Dagný Kristjánsdóttir, „Hinsegin raddir“, bls. 458–463; og Lillian Faderman,
Surpassing the Love of Men, sérstaklega 3. kafli: „Eighteenth-Century Fantasy
and the Lesbian Image.“ Faderman segir m.a. frá konu, ungfrú Hobart, sem var
hirðmær við hirð Karls II, Englandskonungs, og eignaðist marga karlkyns óvini við
hirðina vegna mikilla skapsmuna og skarprar tungu. Um hana voru samin kvæði
þar sem henni var lýst sem hermafródítu og látið að því liggja að hún hefði gert
vinnukonu, sem hún rak úr starfi, ólétta, sjá bls. 42.
89 Michel Foucault, Herculine Barbin. Being the Recently Discovered Memoirs of a
NineteenthCentury French Hermaphrodite, ensk þýðing Richard McDougall, New
York: Pantheon Books, 1980.
soffía auðuR BiRGisdóttiR