Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 62
61
ember árið 1859“.90 Sigríður var
ógift og stúlkan sem hún fæddi í
Otradal var einnig skírð Sigríður
og kennd einhleypum manni
á Suðureyri við Tálknafjörð.91
Sigríður og samnefnd dótt-
ir hennar bjuggu áfram hjá séra
Þórði, eftir brotthvarf Guðrúnar,
og fylgdu honum þegar hann
flutti frá Otradal til Brjánslækjar
árið 1864 þar sem hann gegndi
prestsembætti til 1879. Hér
verður þessi þráður ekki rakinn
lengra enda engar heimildir til-
tækar sem styðja að um samband
á milli Sigríðar Kristjánsdóttur
og Guðrúnar Sveinbjarnardóttur
hafi verið að ræða. Í því sem á
eftir fer mun ég engu að síður
fylgja eftir þeim möguleika að
Guðrún hafi verið með intersex
breytileika, því í honum er aftur
fólginn sá möguleiki að hún hefði getað eignast barn með vinnukonu á
prestssetrinu í Otradal. Intersex einstaklingar geta verið frjóir og á það
til að mynda við um margt fólk sem fæðist með kynbreytileika sem á máli
læknavísinda kallast 5-ARD. Með því að fjalla ítarlega um intersex kyn-
breytileika er ég þó ekki að halda því fram að sá möguleiki sé sennilegri í
tilfelli Guðrúnar en sú einfalda skýring að um slúður hafi verið að ræða.
Ætlunin er öllu heldur að koma í veg fyrir að þessi möguleiki sé afskrif-
aður eða talinn líffræðilega ómögulegur. Áður en fjallað verður nánar um
intersex og þennan tiltekna breytileika er þó rétt að fara nokkrum orðum
um kröfuna um hið „sanna kyn“ og „veruleika líkamans“.
90 Finnbogi Hermannsson, „Af Guðrúnu karlmanni“, Vestfirskar konur í blíðu og stríðu,
2. bók, Ísafjörður: vestfirska forlagið, 2011, bls. 25–33, hér bls. 30.
91 Sama stað. Sigríður Guðbjartsdóttir er samkvæmt Íslendingabók fædd 24. septem-
ber 1859, tveimur dögum síðar en segir í þætti Finnboga. Sá fæðingardagur kemur
einnig fram í manntölum.
HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?
Guðrún Sveinbjarnardóttir. Ljósmyndari:
Pétur Brynjólfsson, mynd í eigu Ljósmyndasafns
Stykkishólms.