Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 63
62
Veruleiki líkamans, hvatir og líkamsgerðir
Þótt í skáldsögunni Orlandó sé minnst á „vandræðagang“ og „rugling“ sem
af því leiðir þegar hinn ytri og innri veruleiki stangast á hvað kyn varðar
er greinilegt að höfundur gerir ráð fyrir að kynin séu aðeins tvö, karl og
kona. virginia Woolf skrifar Orlandó árið 1928 og þótt hún hafi verið bæði
framsýn og frjálslynd í skoðunum, eins og skáldsagan ber vitni um, hefur
hana varla órað fyrir þeim fjölbreytileika sem við stöndum frammi fyrir nú
á dögum þegar rætt er um kyn, kynferði, kyngervi, kynvitund, kynhneigð
og kynverund – og af stafar nokkur „ruglingur“. Það á í það minnsta við
meginþorra almennings sem ekki hefur kynnt sér málefni hinsegin fólks.
Flestir gera sér líklega grein fyrir að kyngervi eru óstöðug og geta
breyst í takt við hefðir, tíðaranda og tísku. Að sama skapi virðast flestir
trúa því að kyn sé aftur á móti föst stærð af tvennu tagi, þótt breyta megi
líkamlegu kyni með læknisfræðilegum aðgerðum.92 Að líffræðileg kyn séu
fleiri en tvö er hins vegar staðreynd sem smám saman hefur verið að koma
fram í dagsljósið eftir áratuga bælingu, feluleik og inngrip lækna. Ýmsir
fræðimenn, þar á meðal Michel Foucault sem rannsakað hefur sögu kyn-
verundar,93 tilurð rannsóknarsjúkrahúsa og þróun hins læknisfræðilega
sjónarhorns,94 halda því fram að það sé fyrst og fremst tilbúningur lækna
að kynin séu (bara) tvö; að með framförum í læknavísindum og tækninýj-
ungum hafi flest frávik frá augljósum og aðgreinanlegum kyneinkennum
drengja og stúlkna þurft að sæta „leiðréttingum“ í formi skurðaðgerða og
annars konar inngripa.95
92 Hér má minna á skáldsöguna Sögu af stúlku eftir Mikael Torfason sem fjallar um
persónu sem farið hefur í gegn um líkamlega kynbreytingu með skurðaðgerð. Sagan
snýst að miklu leyti um sjálfsmyndarkreppu Auðar sem fær að vita „á fermingardag-
inn sinn“ að hún hafi fæðst sem drengur en verið breytt í stúlku nokkrum vikum
eftir fæðingu. Sjá Mikael Torfason, Saga af stúlku, Reykjavík: Forlagið, 1998. Sjá
einnig Soffía Auður Birgisdóttir, „Hvenær er stúlka, stúlka? Um Sögu af stúlku eftir
Mikael Torfason“, Tímarit Máls og menningar 3/1999, bls. 61–73.
93 Michel Foucault, Histoire de la sexualité, þrjú bindi: La volonté de savoir; L’Usage des
plaisirs; Le Souci de soi, París: Gallimard, 1976–1984, ensk þýðing Robert Hurley,
The Will to Knowledge; The Use of Pleasure; The Care of the Self, New York: vintage
1980–1990.
94 Michel Foucault, Naissance de la clinique: Une archéologie du regard medical, París:
Gallimard, 1963, ensk þýðing Alan Sheridan Smith, The Birth of the Clinic: An
Archaeology of Medical Perception, New York: Routledge, 1973.
95 Ótal heimildir væri hægt að nefna hér en auk þeirra bóka Foucaults sem nefndar
eru að ofan læt ég nægja að benda á Alice Domurat Dreger, Hermaphrodites and the
Medical Invention of Sex, Cambridge, Massachusetts, London: Harvard University
soffía auðuR BiRGisdóttiR