Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 66
65
Í Orlandó hvetur virginia Woolf okkur til að fagna hamingjunni og
„svölun náttúrlegra hvata, hvort sem þær nú kunna að vera eins og karl-
kyns skáldsagnahöfundurinn lýsir þeim, eða bænin, eða afneitunin.“ Hún
hvetur okkur jafnframt til að fagna hvötum „í hvaða formi sem þær koma
og megi ný og furðulegri form skjóta upp kollinum“.103 Mikilvægt er þó
að gera sér grein fyrir því að intersex kynbreytileiki snýst ekki um hvat-
ir heldur líkamsgerð. Intersex einstaklingar geta verið gagnkynhneigðir,
samkynheigðir, tvíkynhneigðir eða skilgreint hvatir sínar á jafn fjölbreyti-
legan hátt og þeir sem ekki eru intersex. Til nánari útskýringa má vísa til
heimasíðu samtakanna Intersex Ísland:
„Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkam-
legum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu
hugmynda um karl- og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með
einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sam-
bland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns.
Margar formgerðir af intersex eru til. Um er að ræða skala eða
regnhlífarhugtak frekar en einn eiginlegan flokk. Sumar algengar
intersex-formgerðir eru greindar á meðgöngu. Intersex breytileiki
getur verið sjáanlegur við fæðingu. Sumir intersex eiginleikar koma
í ljós við kynþroska, þegar reynt er að geta barn, eða fyrir einskæra
tilviljun.104
Allt fram á síðustu ár hefur fáum sögum farið af intersex fólki á Íslandi
og sömuleiðis hefur lítið farið fyrir fræðilegri umræðu sem varðar þetta
málefni.105 Ræður því að öllum líkindum hvort tveggja fáfræði og sú við-
kvæma staða sem intersex fólk er óhjákvæmilega ofurselt vegna feluleiks
og fordóma sem honum fylgja. Árið 2014 birtist viðtal við Kitty Anderson
(f. 1982) í tímariti Hinsegin daga í Reykjavík og er þar um að ræða fyrsta
viðtalið við intersex einstakling sem birtist á íslenskum vettvangi.106 Kitty
stóð fyrir stofnun samtaka intersex fólks á Íslandi 27. júní sama ár og held-
103 virginia Woolf, Orlandó, bls. 236.
104 „Hvað er intersex?“
105 Ég vil þakka Kitty Anderson kærlega fyrir yfirlestur á umfjöllun minni um intersex
kynbreytileika þegar greinin var í handriti.
106 Ásta Kristín Benediktsdóttir, „Leyndarmálið intersex. Kitty Anderson ræðir um
reynslu sína af því að vera intersex“, Hinsegin dagar – dagskrárrit, ritstj. Ásta Kristín
Benediktsdóttir og Jón Kjartan Ágústsson, Reykjavík: Hinsegin dagar í Reykjavík,
2014, bls. 10–16.
HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?