Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 68
67
ist að minnsta kosti eitt slíkt barn á dag.111 Allt frá því á sjötta áratug
liðinnar aldar og fram á okkar daga hafa flest þessara barna, sem fæð-
ast í hinum vestræna heimi, undirgengist skurðaðgerðir sem miða að því
að laga líkamsgerð þeirra að kynferði drengs eða stúlku, strax á fyrstu
vikum eða mánuðum eftir fæðingu. Yfirleitt fylgja svo fleiri skurðaðgerð-
ir í kjölfarið á næstu árum, sem og hormóna- og lyfjagjöf. Í ýmsum til-
vikum hafa skurðaðgerðirnar og meðferðin leitt til þrálátra vandamála
og þjáninga (líkamlegra og andlegra) fyrir viðkomandi einstakling, eins
og ótal frásagnir bera vitni um.112 vera kann að einhverjir haldi að hægt
sé með einfaldri kynlitningagreiningu að ákvarða hvort barn með óræð
kynfæri sé drengur eða stúlka en því fer fjarri. veruleiki litninganna er
fjölbreytilegur, þeir geta verið XX, XY, XO, XXY, XXX, XXXY og er
þá ekki allt upp talið. Þá geta kynlitningar verið gagnstæðir líkamlegum
útlitseinkennum einstaklingsins. Oft þurfa foreldrar intersex ungbarna
sjálfir að taka ákvörðun um í hvaða átt aðgerðir eigi að ganga, þ.e. hvort
intersex barni verði „breytt í“ stúlku eða dreng, og þeim gefst yfirleitt lít-
ill tími til að íhuga málið. Í grein sem birtist í Stúdentablaðinu árið 2009
er fjallað lítillega um hvernig tekið er á slíkum málum á Íslandi og þar
segir meðal annars: „Ákvörðun um kyn barnsins er tekin á vikum, ekki
síst vegna praktískra mála á borð við skráningu í þjóðskrá og nafngift,
en lögð er áhersla á að hún sé vel undirbúin og að allir séu sammála um
niðurstöðuna.“113 Greinarhöfundur vísar í samtal við Ragnar Bjarnason,
sérfræðing í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum barna, og lögð er áhersla
á að foreldrar séu vel upplýstir og allar ákvarðanir teknar í samráði við
þá. Óhjákvæmilega hljóta þó flestir foreldrar að vera í erfiðri stöðu í slík-
um aðstæðum og líklega er rík tilhneiging til að fara eftir ráðleggingum
111 Melanie Blackless, Anthony Charuvastra, Amanda Derryck, Anne Fausto-Sterl-
ing, Karl Lauzanne og Ellen Lee, „How Sexually Diamorphic Are We?“, American
Journal of Human Biology 12, 2/2000, bls. 151–166. Sjá einnig Sharon E. Preves,
Intersex and Identity, bls. 2–3; og Anne Fausto-Sterling, „The Five Sexes, Revisited“,
The Sciences 40, 4/2000 (júlí/ágúst), bls. 19–23, hér bls. 20. Fausto-Sterling telur
að um 1,7% barna fæðist intersex. Greinina má nálgast á: http://www2.kobe-u.
ac.jp/~alexroni/IPD%202015%20readings/IPD%202015_4/FAUSTO_STERL-
ING-2000-The_Sciences%205%20sexes%20revisited.pdf.
112 Sjá t.d. Sharon E. Preves, Intersex and Identity; Alice Domurant Dreger, Hermaph
rodites and the Medical Invention of Sex; og Alice Domurant Dreger (ritstj.), Intersex
in the Age of Ethics.
113 Kristín Svava Tómasdóttir, „Strákar, stelpur, eða „hugrakkir frumkvöðlar“?“, Stúd
entablaðið 2/2009, bls. 26–27, hér bls. 27.
HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?