Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 69
68
lækna. Þá vekur það athygli að praktísk mál „á borð við skráningu í
þjóðskrá og nafngift“ skipti höfuðmáli þegar svo afdrifarík ákvörðun er
tekin.
Tilraunir hafa verið gerðar innan líffræði og þroskunarerfðafræði til að
greina fleiri kyn en tvö. Nefna má hugleiðingar Anne Fausto-Sterling, sem
er virtur sérfræðingur á sviði líffræði, erfðafræði og kynjafræði, um fimm
mismunandi kyn sem hún setti fram í grein í tímaritinu The Sciences árið
1993.114 Fausto-Sterling tekur fram í greininni að ekkert flokkunarkerfi
nái utan um allan þann breytileika sem mögulegur er í samsetningu á þeim
líkamsþáttum og einkennum sem ákvarða kyn einstaklinga (þ.e. samsetn-
ingu litninga, kynkirtla, ytri og innri kynfæra og líkamseinkenna). Engu
að síður leggur hún fram hugmynd um fimm kyn, sem hún kallar male,
female, herm, merm og ferm.115 Ítrekað skal að þessi fimm kynjahugtök og
lýsingar Fausto-Sterling á þeim eru hugmyndir fyrst og fremst; hún setti
þær fram til að hvetja til nýrra leiða í umræðu um kynbreytileika. Engu
að síður brugðust margir ókvæða við framsetningu hennar og talsmenn
intersex fólks töldu hana ruglandi og ekki til þess fallna að auka skilning á
intersex kynbreytileika. Á þær athugasemdir féllst Fausto-Sterling í síðari
grein sem hún birti í sama tímariti sjö árum síðar undir titlinum „The Five
114 Anne Fausto-Sterling, „The Five Sexes. Why Male and Female are not Enough“,
The Sciences 33, 2/1993 (mars/apríl), bls. 20–25. Greinina má nálgast á: http://www.
fd.unl.pt/docentes_docs/ma/TPB_MA_5937.pdf. Fausto-Sterling hefur gefið út
tvær bækur, Myths of Gender. Biological Theories about Men and Women, New York:
Basic Books, 1992, og Sexing the Body: Gender Politics and the Construction of Sex
uality, New York: Basic Books, 2000, sem skrifaðar eru fyrir almenning fremur en
vísindasamfélagið þar sem hún reynir að kynna nýjar rannsóknir á þessu sviði á
aðgengilegan hátt.
115 Síðari hugtökin þrjú taka öll mið af orðinu hermafródíta en innan læknisfræði
tíðkaðist til skamms tíma að tala um sanna og gervi hermafródítu (true og pseudo
hermaphrodite) eftir megingerð kynbreytileikans. Skilgreiningin Herm fellur þá
undir hina „sönnu“ gerð þar sem einstaklingurinn hefur blönduð kynfæri og hvort
tveggja eggjastokka og eistu (eða einn eggjastokk og eitt eista). Ekki er óalgengt
að einstaklingar með slíkan kynbreytileika séu frjóir. M-forskeytið í orðinu merm
vísar til einstaklings sem hefur XY-litninga en blönduð ytri og innri kynfæri. F-for-
skeytið í orðinu ferm vísar hins vegar til einstaklinga með XX-litninga en blönduð
ytri og innri kynfæri. Merm og ferm einstaklingar eru alltaf ófrjóir enda ekki um
heildstæð æxlunarfæri að ræða. Þá ber að taka fram að intersex er mun breytilegra
en gert er ráð fyrir í þessari flokkun. Sjá Anne Fausto-Sterling, „The Five Sexes“,
bls. 22. Sjá líka Joe Leigh Simpson, MD, „True Hermaphroditism“, The Global
Library of Women‘s Medicine, 2011. Sótt 20. maí 2017 á: https://www.glowm.com/
section_view/heading/True%20Hermaphroditism/item/352.
soffía auðuR BiRGisdóttiR