Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 72
71
ón eru frábrugðin því sem almennt er talið skilgreina kvenkyn og
karlkyn. Intersex einkenni geta til dæmis verið ytri kynfæri sem ekki
eru talin dæmigerð að útliti fyrir konur eða karla og er þá gjarnan
talað um óræð kynfæri (e. ambiguous genitalia). Einstaklingar geta
einnig fæðst með æxlunarfæri sem talin eru blanda af kven- og karl
æxlunarfærum og þar að auki geta innri æxlunarfæri verið í ósam-
ræmi við ytri kynfæri samkvæmt viðmiðum samfélagsins um líkama
kvenna og karla.121
Í bók Anne Fausto-Sterling, Sexing the Body, gerir hún grein fyrir tíu ólík-
um gerðum intersex breytileika og færir rök fyrir að ríflega 1,7% ein-
staklinga fæðist intersex.122 Ein tegund breytileika, og ein af þeim sem
hafa ekki endilega í för með sér ófrjósemi, er svokallað 5 Alpha-Reductase
Deficiency (5-ARD). Um er að ræða einstaklinga sem hafa XY kynlitninga
en ensímið 5-alpha-reductase, sem stjórnar testesteróni sem er nauðsyn-
legt fyrir þroska karlkyns kynfæra, virkar ekki sem skyldi á fósturstigi. Þessi
börn fæðast því stundum með óræð kynfæri en algengast er að þau fæðist
með kvenkyns ytri kynfæri og fyrr á tímum var kyn margra þeirra ákvarðað
sem kvenkyns. Á kynþroskaskeiði virkjast hins vegar ensímið og þá koma
fram karlkynja einkenni, svo sem aukinn hárvöxtur í andliti og á líkama,
vöðvamassi eykst og röddin dýpkar. Þá taka kynfærin einnig breytingum í
sömu átt, limur (sem áður var talinn vera snípur) stækkar og eistu ganga
niður.123 Á vesturlöndum er kynfærum barna sem fæðast með þennan kyn-
breytileika gjarnan breytt með skurðaðgerðum á þann veg að þau líkist sem
mest kvenkynfærum á fyrstu vikum eða mánuðum eftir fæðingu. Inngrip
lækna miða að því að koma í veg fyrir að ensímið virkist á kynþroskaaldri
121 Unnur Másdóttir, „Að hverfa frá tvíhyggjunni og viðurkenna fjölbreytileikann“,
bls. 6.
122 Anne Fausto-Sterling, Sexing the Body, bls. 53. Sjá einnig heimasíðu Intersex Íslands
en þar er vitnað í bókina: „1,7% er meðaltal niðurstaðna úr mörgum mismunandi
samfélagshópum; talan er ekki algild á heimsvísu [...] Tíðni erfðavísisins sem veldur
CAH er mjög mismunandi milli heimshluta. Ein rannsókn leiddi í ljós að 3,5 af
hverjum 1000 Yupik eskimóum fæddust með tvöfaldan skammt af CAH erfðavís-
inum. Aftur á móti eru einungis 0,005 af hverjum 1000 Nýsjálendinga sem hafa
slík einkenni. Meðal Ashkenazic-gyðinga er tíðnin [af skyldum erfðavísi] allt að 37
af hverjum 1000.“ Þar segir einnig: „Í Ástralíu er há tíðni CAH erfðavísisins áber-
andi í nokkrum frumbyggjasamfélögum. Skortur á ensíminu 5 Alpha-Reductase
er algengari á nokkrum tungumálasvæðum í Papúa Nýju-Gíneu.“ Sjá: „Um fjölda
intersex-fólks“, https://intersex.samtokin78.is/?p=46.
123 Sharon E. Preves, Intersex and Identity, bls. 29, 40–41 og 189.
HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?