Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 74
73
á þeim tíma sem hún/hann126 lifði. Líf Abels eftir hina lagalegu kynbreyt-
ingu var kvalræði og stytti hann sér aldur um þrítugt, í febrúar 1868.
Þorvaldur Kristinsson fjallar í greininni „Glæpurinn gegn náttúrlegu
eðli“ um tilurð og þróun orðræðu manna í Norður-Evrópu um kynhegð-
un og hvatalíf og bendir á hvernig vald yfir hegðun sem talin var „gegn
náttúrlegu eðli“ færist á löngum tíma frá kirkjunni yfir til löggjafans og
síðan til læknavísindanna. Það er ekki fyrr en undir lok nítjándu aldar sem
slík orðræða verður opinber þótt hún hafi áður lifað undir yfirborðinu í
slúðri, klámi og kynórum á öllum tímum og síðan, þegar orðræðan komst
upp á opinbert plan, í siðfári (e. moral panic) þar sem „ægði öllu saman
– háði og spotti, hneykslun og fyrirlitningu“.127 Á þeim tíma sem Guðrún
Sveinbjarnardóttir er að alast upp er opinber umræða engin um þessi mál
á Íslandi, þótt greinilegt sé af því sem þegar hefur verið rakið að slúður og
spott lifði góðu lífi. Eins og komið hefur fram eru allar tilvísanir til ‚karl-
mennsku‘ Guðrúnar í hálfkveðnum vísum og sögusögnum, ýjað er að því
að hún hafi verið ,öðruvísi‘ en aðrar konur, eða hafi verið ,sérstök‘ og vísað
í ‚ýmsar sögur‘ án þess að farið sé nánar í þá saumana. Ekki er erfitt að
geta sér til um að Guðrúnu og fjölskyldu hennar hafi verið í mun að leyna
staðreyndum, hafi þær verið á þann veg sem gasprað var um. Æviágrip
Guðrúnar sem rakið er hér að framan gefur ágæta mynd af megindrátt-
unum í lífi hennar; eftir manntölum og húsvitjunarbókum má rekja búsetu
hennar frá fæðingu til dánardægurs. Engar áreiðanlegar heimildir sem
styðja þá fullyrðingu Málfríður Einarsdóttur að kynferði hennar hafi verið
rangt ákvarðað hafa hins vegar komið í ljós. Það sem vantar sárlega til að
fylla upp í myndina er sjónarhorn Guðrúnar sjálfrar.
Lokaorð
Hér að framan var þess getið að á þeim tíma sem Guðrún Sveinbjarnardóttir
var uppi var rými fyrir hinsegin veruleika eða hinsegin kynverund lítið sem
ekkert á Íslandi. Aftur á móti er ljóst að margar sögur um hinsegin fólk er
að finna í íslenskum bókmenntum, sögnum og sögum sé miðað við að hug-
takið hinsegin nái yfir það sem „fellur utan við viðurkennd gildi og viðmið
í kynferðislegum og félagslegum samskiptum“. Þannig telur Helga Kress
til að mynda að eitt meginviðfangsefni íslenskra fornbókmennta sé „bar-
126 Í minningum sínum vísar Barbin til sjálfrar sín sem konu fyrir hina lagalegu kyn-
breytingu en sem karls á eftir.
127 Þorvaldur Kristinsson, „Glæpurinn gegn náttúrlegu eðli“, bls. 129.
HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?