Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 80
79
Ásta Kristín Benediktsdóttir
Kyn(ngi)máttur skáldskaparins
Hinsegin gjörningar í Man eg þig löngum
eftir Elías Mar
Í desember 1999 birtist viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við rithöfund-
inn Elías Mar (1924–2007) í dagblaðinu Degi í tilefni af útgáfu ljóðaúr-
vals hans, Mararbára.1 Að loknu spjalli um fyrstu skáldsögu Elíasar, Eftir
örstuttan leik (1946), snýr Kolbrún sér að Vögguvísu (1950) en Elías grípur
þá fram í og minnir hana á að milli þessara tveggja bóka hafi hann skrifað
þá þriðju: „En þar kemur nú að millibók sem enginn spyr um og virðist
alveg hafa dáið drottni sínum. Hún heitir Man eg þig löngum.“2 Þá skáld-
sögu má að ósekju kalla „týndu bókina“ í höfundarverki Elíasar en hún var
gefin út árið 1949 hjá Helgafelli, forlagi Ragnars í Smára, í 350 tölusettum
eintökum. Lítið var um hana fjallað, hún fékk fremur dræmar viðtökur
og segja má að hún hafi síðar fallið algjörlega í skuggann af Vögguvísu
sem kom út aðeins rúmu ári síðar og sló í gegn.3 Í raun virðist sem nær
algjör þögn hafi ríkt um Man eg þig löngum út alla 20. öldina og því er ekki
skrýtið að höfundinum hafi þótt ástæða til að minna á hana árið 1999 enda
1 Grein þessi er unnin sem hluti af doktorsverkefni höfundar við Háskóla Íslands
og University College Dublin sem styrkt er af Rannsóknarnámssjóði (síðar Rann-
sóknasjóði) Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís). Höfundur þakkar leiðbein-
endum sínum, Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur og Anne Mulhall, fyrir veitta
aðstoð, svo og Jóni Karli Helgasyni, Hauki Ingvarssyni, Þorvaldi Kristinssyni og
ritrýnendum fyrir yfirlestur og góð ráð.
2 Kolbrún Bergþórsdóttir, „Er ekki færibandahöfundur“, viðtal við Elías Mar, Dagur
18. desember 1999, bls. 24–25, hér bls. 24.
3 Kristmann Guðmundsson skrifaði til dæmis í ritdómi um Man eg þig löngum að hún
hefði fengið „þegar við útkomu, það orð á sig, að hún væri alveg óvenjulega slæm
bók.“ Kristmann telur hana reyndar ekki alveg eins slæma og hann hafði búið sig
undir en gagnrýnir meðal annars uppbyggingu hennar, mál og stíl. Sjá Kristmann
Guðmundsson, „Bókmentir“, Morgunblaðið 15. júlí 1949, bls. 9.
Ritið 2/2017, bls. 79–104