Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 85
84
átt að verða til orðaleikur sem vísaði til samkynhneigðar: Halldór Óskar
Magnússon Ómar = HÓMÓ.18 Svo fór þó aldrei og Halldór kemur hvorki
út úr skápnum fyrir sjálfum sér né lesendum.
Man eg þig löngum fjallar því ekki um samkynhneigð í þeim skilningi
að persónurnar gangist við samkynhneigðri sjálfsmynd og eftirfarandi
umfjöllun miðar ekki að því að sýna fram á að þær séu í raun samkyn-
hneigðar. Þess í stað er leitað í smiðju hinseginfræðingsins Eve Kosofsky
Sedgwick og stuðst við skrif hennar um formála sem bandaríski rithöf-
undurinn Henry James skrifaði fyrir endurútgáfu eigin verka árið 1909 en
þar beinir Sedgwick sjónum sínum að því sem hún kallar hinsegin gjörn
ingshátt.19 Hún bendir á að þótt kynhneigð James sé á huldu og hann ræði
aldrei beinlínis um samkynja þrár megi koma auga á hómóerótík í formál-
unum. Það þýðir ekki að James hafi verið hommi en ekki heldur að hann
hafi verið gagnkynhneigður, segir Sedgwick og þrætir fyrir að sá fræðilegi
kenningarammi sem hún þrói í greininni sé „kenning um samkynhneigð“:
„Ég býð ekki upp á neina slíka og hef engan áhuga á því,“20 segir hún.
Þess í stað kýs hún að líta til þeirra möguleika sem verða til í tengslum við
hinsegin gjörninga af ýmsu tagi: merkingarbærar athafnir og tjáningu sem
er á einhvern hátt á skjön við gagnkynhneigð norm.
Kenning Sedgwick er byggð á skrifum annarra fræðimanna um gjörn-
inga og gjörningshátt, svo sem talathafnakenningu J. L. Austins21 og skrif-
18 Hjálmar Sveinsson, Nýr penni í nýju lýðveldi, bls 57.
19 Sedgwick birti upprunalega tvær greinar um formála James, „Queer Perform-
ativity: Henry James’s The Art of the Novel“, GLQ 1/1993, bls. 1–16; og „Inside
Henry James: Toward a Lexicon for The Art of the Novel“, Negotiating Lesbian and
Gay Subjects, ritstj. Monica Dorenkamp og Richard Henke, New York: Routledge,
1995. Seinna sameinaði hún þær og gaf út sem „Shame and Performativity: Henry
James’s New York Edition Prefaces“, Henry James’s New York Edition: The Const
ruction of Authorship, ritstj. David McWhirter, Stanford: Stanford University Press,
1995, bls. 206–239. Síðastnefndi textinn var enn fremur endurunninn og gefinn út
sem fyrsti kaflinn í bók Sedgwick, Touching Feeling: Affect, Pedagogy, Performativity,
Durham og London: Duke University Press, 2003, og til hans er vísað hér.
20 Eve Kosofsky Sedgwick, Touching Feeling, bls. 61.
21 Samkvæmt talathafnakenningunni (e. speech act theory) eru segðir ekki bara tjáning
með orðum með fyrirframgefna merkingu heldur gjörðir eða athafnir sem skapa
merkingu. Gott dæmi er talathöfnin „já“ í giftingarathöfn, sem er ekki bara einföld
tjáning á samþykki heldur gengur viðkomandi í hjónaband með því að segja já –
segðin er merkingarbær gjörningur í sjálfri sér. Austin þróaði kenningu sína til að
byrja með í kringum ákveðnar tegundir segða en síðar skipti hann um skoðun og
hélt því fram að gjörningsháttur væri hluti af öllum talathöfnum, þ.e. að allar segðir
væru að einhverju leyti gjörningar. Sjá J. L. Austin, How to Do Things with Words,
Ásta KRistín BEnEdiKtsdóttiR