Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 92
91
vinna líkamlega vinnu en einnig má lesa milli línanna og geta sér þess til að
valdi hafi með þessum orðum ýjað að því að drenginn skorti karlmennsku
á annan hátt en hvað varðar vinnu, svo sem gefið í skyn að Halldór væri
kvenlegur eða jafnvel samkynhneigður. Sú kenning styrkist sé litið þess að
þessi tiltekna minning vekur afar sterka og djúpstæða skömm með Halldóri
en ekki síður af því að annars staðar í bókinni kemur fram að skömmin sem
hefur haft áhrif á sjálfsmynd Halldórs frá bernsku tengist einnig vitund
hans um að kynverund hans sé afbrigðileg.
Erfiðleikar Halldórs við að uppfylla kröfur um ríkjandi karlmennsku
eru undirstrikaðir í samskiptum hans við Helgu, skólasystur hans – eða
réttara sagt samskiptaleysi því þótt hann hrífist af henni úr fjarlægð og
skiptist á nokkrum augnatillitum við hana tala þau aldrei saman. Fyrir
honum er hún draumsýn sem hann þráir og óttast samtímis en hann hræð-
ist þó ekki síst sjálfan sig:
Og þó veit hann það nú að hún hefur lesið úr augnaráði hans eitt-
hvað sem enginn hefur áður mátt lesa, sem hann hefur leynt alla
til þessa dags, sem hann æskir ekki að tjá fyrir neinum, jafnvel ekki
henni. En því ekki henni? Nei, jafnvel ekki henni. Hann er ófull-
kominn. Hann á ekkert nema þrá, þrá unglings sem er einn. Og
það sem hann þráir, því vill hann ekki taka á móti. Hann veit að
það er ekki nóg að taka á móti. Gjöf heimtar einhvern tíma endur-
gjald. Hann á ekkert til endurgjalds. Honum hefur verið ljóst frá
barnæsku að hann er ekki skapaður sem aðrir unglingar, en það
hefur alltaf verið leyndarmál hans. Að vera ekki skapaður sem aðrir
unglingar það er að vera ekki rétt skapaður. (62)
Hvergi í bókinni, fyrir utan lokakaflann, er gefið jafnskýrt í skyn að Halldór
sé hinsegin. Hann veit að hann hefur ekkert að gefa í gagnkynja sambandi
en er ekki tilbúinn til að horfast í augu við að hann laðist að körlum og sér
því enga aðra leið en að vera einn með sínar þrár. Hversu heitt sem hann
þráir jákvæð viðbrögð eða samþykki frá hinu gagnkynhneigða samfélagi
fær hann þau aldrei og skömmin sem fylgir því er lamandi; Halldór hefur
nær alveg gefist upp á að leita samþykkis annarra því hann trúir því fyr-
irfram að það muni aldrei fást.
KYN(NGI)MÁTTUR SKÁLDSKAPARINS