Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 93

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 93
92 Umbreytingarmáttur skammarinnar Mikilvægur þáttur í kenningu Sedgwick er að skömm hvetji eða leiði til gjörninga sem tengjast sköpun og mótun sjálfsmyndar sjálfsverunnar og tengslum hennar við annað fólk. Þegar skömmin hellist yfir sjálfsveruna rofna samsömunartengsl hennar en um leið hefst eins konar hringrás sam- sömunar og samskipta: sjálfsveran lítur undan og forðast augnaráðið sem neitar að samþykkja hana, leggst í sjálfsskoðun og beinir athyglinni inn á við en um leið finnur hún oft fyrir ríkri þörf til að laga það sem fór úrskeiðis og koma aftur á þeim tengslum sem rofnuðu. Skömmin stuðlar þannig að sjálfsmyndarmótandi gjörningum sem beinast bæði inn á við og út á við, segir Sedgwick – áköf sjálfsskoðun og einangrun er gjörningur, merkingarbær athöfn, rétt eins og það að tengjast öðrum.35 Halldór í Man eg þig löngum er gott dæmi um hið fyrrnefnda en eins og áður segir setur framtaksleysi og verkkvíði hans mark sitt á alla skáldsöguna og eftir því sem á líður hefur hann sífellt minni samskipti við annað fólk. Óvirkni hans gæti virst vera allt annað en gjörningur – jafnvel andstæðan við gjörning – en það að leyfa skömminni að hellast yfir sig og draga sig í hlé er eins og áður segir líka gjörningur í skilningi Sedgwick. Þannig má segja að sá hinsegin gjörningur Halldórs sem er mest áberandi í sögunni sé verkleysi hans og innhverfa sem grundvallast á því að hann trúir því sjálfur að hann muni aldrei losna við skömmina sem fylgir því að vera öðruvísi. Þar sem skömm er mikilvægur þáttur í þróun og mótun sjálfsmyndar telur Sedgwick ekki rétt að leggja allt kapp á að losna við hana, til dæmis með sálfræðilegum eða pólitískum aðferðum. Skömmin er ekki eitraður hluti af einstaklingum eða hópum sem hægt er að uppræta, segir hún; hún er hvorki góð né slæm heldur einfaldlega óaðskiljanlegur hluti af mót- unarferli sjálfsmyndar okkar. Það er engu að síður hægt að vinna með hana á ýmsan hátt og Sedgwick leggur í því samhengi áherslu á þá umbreyting- armöguleika sem gjörningar skammarinnar búa yfir – hegðun, ákvarðanir, hugsanir sem miða ekki að því að eyða skömminni heldur vinna með hana og leyfa henni að vera sívirkur hluti af sjálfsmyndarmótun einstaklings- ins.36 Líta má á sögulok Man eg þig löngum út frá þessu sjónarhorni. Halldór fær þar tækifæri til að horfast í augu við samkynja þrár sínar þegar hann hittir miðaldra mann sem lætur hann hafa peninga, býður honum heim 35 Eve Kosofsky Sedgwick, Touching Feeling, einkum bls. 34–38 og 61–66. 36 Sama heimild, bls. 61–66. Ásta KRistín BEnEdiKtsdóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.