Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 101
100
hans Ómar skáld veitti honum í gærkvöldi“ (163). Af þessum lýsingum á
sætum ávöxtum og áferð á bókakápum stafar með öðrum orðum kynferð-
islegum unaðsljóma; aðdráttarafl Ómars er í senn karlmannlegt, erótískt
og skáldlegt í huga Halldórs og kvöldstundina sem þeir eyða saman má
auðveldlega túlka sem hinsegin gjörning.
Samkynja þrár og skáldleg sjálfsmeðvitund
Í greininni „Deiligaldur Elíasar: Tilraun um frásagnarspegla og sjálfgetinn
skáldskap“ fjallar Jón Karl Helgason um skáldlega sjálfsmeðvitund í fyrstu
skáldsögu Elíasar, Eftir örstuttan leik – það er hvernig sagan beinir athygli
að eigin tilurð og listbrögðum og er þannig sjálfsaga eða sjálflýsandi skáld-
skapur (e. metafiction). Jón Karl ræðir meðal annars um frásagnarspegla
(fr. mise en abyme), sem eru innri endurtekning eða verk inni í verki; þáttur
innan verksins sem speglar á einhvern hátt frásögnina í heild. Jón Karl
kemur auga á nokkra slíka í Eftir örstuttan leik; fyrst og fremst skáldaða
texta sem rammaðir eru inn af skáldsögunni og endurspegla og undir-
strika um leið söguþráð hennar, tilurð eða persónueinkenni aðalpersón-
unnar Bubba (Þórhalls). Jón Karl sýnir einnig fram á að mikilvægur hluti
af sjálfsmeðvitund skáldsögunnar er að hún er það sem kallað er sjálfgetin
(e. selfbegetting novel), þar sem hún fjallar beinlínis um eigin tilurð – ferli
sem lýkur á því að Bubbi, sem einnig er sögumaður, hefur þroskast nógu
mikið til að geta tekið upp pennann og byrjað að skrifa söguna um sjálfan
sig. Þörf Bubba fyrir sjálfstjáningu er þannig miðlægt þema í Eftir örstuttan
leik og undir lok greinarinnar bendir Jón Karl á að hún er einnig tengd
kynverund hans og samkynja þrám sem ólga undir niðri. Í glímunni við
þær tilfinningar er hin skriflega tjáning mikilvæg, segir Jón Karl: „Það er
fyrst með skrifum sínum sem Bubba auðnast að tjá þær þverstæðu kenndir
sem hann upplifir í senn sem heilbrigðar og syndugar.“49
Man eg þig löngum er ekki síður sjálfsmeðvituð skáldsaga en Eftir
örstuttan leik og ýmsar samsvaranir má sjá milli þessara tveggja texta í því
samhengi, ekki síst þegar hugað er að þeim tengslum skáldskapar og kyn-
verundar sem Jón Karl tæpir á í lok greinar sinnar. Auðveldlega má líta á
Úraníu og viðlagið „Man eg þig löngum“ sem frásagnarspegla sem endur-
spegla hið mikilvæga en rósmálaða þema Man eg þig löngum: samkynja
49 Jón Karl Helgason, „Deiligaldur Elíasar“, bls. 128. Dagný Kristjánsdóttir fjallaði
ítarlegar um kynhneigð Bubba í „Sýnt en ekki gefið“ sem kom út þremur árum
síðar.
Ásta KRistín BEnEdiKtsdóttiR