Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Qupperneq 133
132
Samband Rósu og Róberts er undirbyggt á svipaðan hátt og samband
Lenna og Rósu Cordovu sem gerir það að verkum að skellurinn verður
minni en búast mætti við þegar þau taka saman.40 Þegar Rósa er barn tekur
Róbert sumpart við hlutverki Lenna í lífi hennar; ekki aðeins sökum þess
að hann tekur hana í fóstur tíu ára heldur líka af því hann ræðir við hana
um móður hennar og er reiðubúinn að svara nær öllum spurningum henn-
ar ólíkt Lenna. Fyrir vikið heillast hún af honum en í sögunni segir:
Rósa horfði á andlit Róberts á meðan hann talaði um fegurð
Magdalenu og vilja guðs. Hún hugsaði: Mér finnst Róbert vera fal
legasti maður í heimi. Ég er líka ákveðin í að giftast honum þegar ég verð
stór þótt hann sé giftur Helenu. Mér þykir samt vænt um Helenu og hún
bakar jafngóðar kökur og mamma. En Róbert er bestur og þess vegna er
ég ákveðin í þessu og þegar ég verð stór þá segi ég við hann: Nú giftum við
okkur. Og svo gerum við það. Ég verð bara að bíða þolinmóð eftir að verða
nógu gömul og það er allt í fína lagi. (20)
Rósa segir síðan Helenu að hún ætli að giftast Róbert sem segist skilja
hana mæta vel því hún hafi líka verið tíu ára þegar hún byrjaði að elska.
Hrifning Rósu á Róbert orkar barnsleg, sakleysisleg og einlæg því hún
ræðir opinskátt við bæði Helenu og Róbert um ástina, væntanlega gift-
ingu þeirra Róberts og að Helena megi búa hjá þeim í framtíðinni. Bæði
taka þau undir með henni en fyrir vikið orka samtöl þeirra þriggja eins
og þykjustuleikur um framtíð sem aldrei verður.41 En vegna þess hve ást
Rósu á Róbert er fjálglega lýst í nær upphafi bókar geta lýsingarnar líka ýtt
um nafna hans í Músum og mönnum. vegna þessarar tengingar er ekki ólíklegt að
lesendur tengi þá nafna strax saman í upphafi lesturs og yfirfæri fyrir vikið fleiri
eiginleika Lenna Steinbecks á Lenna vigdísar. Sjá sama rit, bls. 8.
40 Eins og kom fram í hópviðtalinu sbr. dæmi hér að framan.
41 Sjá vigdís Grímsdóttir, Frá ljósi til ljóss, bls. 23–24. Um þykjustuleiki barna hafa
ýmsir skrifað sjá t.d. Marjorie Taylor, Imaginary companions and the children who
create them, New York: Oxford University Press on Demand, 2001; Marjorie Taylor
og Anne M. Mannering, „Of Hobbes and Harvey: The imaginary companions
created by children and adults“, Play and development: Evolutionary, sociocultural,
and functional perspectives, ritstj. Artin Göncű og Suzanne Gaskins, New York og
London: Taylor & Francis Group, 2007, bls. 227–246; Marjorie Taylor, Annmarie
C. Hulette og Thomas J. Dishion, „Longitudinal outcomes of young high-risk
adolescents with imaginary companions“, Developmental Psychology 6/2010, bls.
1632–1636; Eva v. Hoff, „A friend living inside me – The forms and functions
of imaginary companions“, Imagination, Cognition and Personality 2/2004, bls.
151–189.
GuðRún stEinÞóRsdóttiR