Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 134

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 134
133 undir að lesendur hugsi um ást þeirra á sama hátt og þeir kunna að hugsa um ást Lenna á Rósu Cordovu. Það er að segja; hindranir geta orðið á vegi Rósu og Róberts en að lokum muni þau ná saman. Sú hugmynd er að minnsta kosti bókstaflega borin á borð fyrir lesendur því eftir að Rósa og Róbert hafa elskast í fyrsta sinn segir um Rósu: „Og þegar þau voru búin vissi hún að það yrði ekki aftur snúið enda vildi hún það ekki. Hún var viss og hafði alltaf verið viss. Hún hafði alltaf beðið eftir að fá að elska hann, dreymt um að elska hann og alltaf elskað hann“ (118). Hefðbundinni formgerð ástarsögu í bland við orðræðu ástarinnar er því markvisst beitt til að blekkja lesendur þannig að þeir hrífist af ástinni og sneiði hjá siðferð- islegum vangaveltum eins og hvort rétt sé að fósturfaðir taki saman við fósturdóttur sína. Allar þessar aðferðir sem hér hafa verið taldar upp og reifaðar ýta undir að lesendur lesi Frá ljósi til ljóss sem ástarsögu og fyrir vikið leiði hjá sér þjáninguna, sársaukann og söknuðinn sem Rósa upplifir af því að alast upp án móður og að hluta til án föður; að þeim finnist sjálfsagt að Lenni láti óraunhæfan draum rætast; og þeir leyfi sér að heillast af ást Róberts og Rósu og láti af þeim sökum tengsl þeirra liggja á milli hluta. Allt fyrir ástina Þegar líða tók á hópviðtalið og allar konurnar höfðu áttað sig betur á sárs- aukanum og þjáningunni sem Rósa fann fyrir stakk brotthvarf Lenna þær mest og að hann skyldi ekki vera hreinskilinn varðandi uppruna dóttur sinnar. Þær töluðu um að hann væri draumóramaður og sjálfselskur og að leitin hlyti frekar að vera táknræn en raunveruleg þar sem að sú gjörð að ætla að fara til Nýju Mexíkó að leita að einhverri konu gengi ekki upp. Þær töldu sumsé að Lenni væri frekar að leita að stóru ástinni og finna einhvern annan tilgang í lífinu en Rósu litlu. En hver er hin raunverulega ástæða fyrir ferðalagi Lenna? Ég held að hún sé ekki draumórakennd og þaðan af síður sjálfselska heldur besta dæmið í sögunni um hvernig hryll- ingur og fegurð verða eitt. Gjörðina má túlka sem eitt það fallegasta í sögunni þó áhrif hennar kunni að vera það hræðilegasta, og kenndirnar að baki henni í huga margra ófyrirgefanlegar. Lenni er margsaga um hvers vegna hann kýs að halda út í heim en greina má þrjár ástæður fyrir brotthvarfi hans. Í fyrsta lagi sagði hann Rósu að: „EINS OG ÆvINTÝRI“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.