Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 140

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 140
139 geta ekki gifst konunum sem þeir elska svo þeir velja að vera með dætrum þeirra sem líkjast þeim jafnt hið ytra sem innra; þar með er fantasía þeirra um ástina raungerð. Rósa og Flora eiga ekki einungis sammerkt að feta í spor mæðra sinna heldur bera þær einnig báðar blómanöfn. Sú staðreynd kann að orka óþægilega. Fyrir Lenna eru rósirnar í lífi hans – Rósa dóttir hans og Rósa Cordova – ósnertanlegar, fullkomnunin sem hann getur aldrei eignast heldur bara dáðst að úr fjarlægð en þess vegna þarf hann að gera sér að góðu það næstbesta; ónefnda blómategund sem þó minnir á það sem hann þráir en fær ekki.48 Í sögunni er lögð sérstök áhersla á hendur og hlutverk þeirra en þær koma endurtekið fyrir í samskiptum Lenna og Rósu og eru einnig lyk- ilatriði í fyrstu kynnum þeirra beggja af ástinni. Sá rammi sem menn hafa í kollinum um hendur vísar til almenns skilnings á hönd sem líkamshluta sem getur handleikið, búið til og gert hluti. Áherslan sem lögð er á hendur vitnar enn og aftur um ást Lenna á Rósu. Í lýsingum á fyrstu kynnum feðginanna hvors um sig af ástinni er höndum lýst á svipaðan hátt og í báðum tilvikum gegnir ímyndunaraflið lykilhlutverki. Þegar myndinni af Rósu Cordovu er lýst eru varir, augu, augabrúnir, brjóst, hendur og fingur hennar sérstaklega talin upp en þá sem nafnskipti (e. metonymia) fyrir líkama hennar er kynda undir þrá og ást Lenna. Það er athyglisvert að í lýsingunni skulu grannar hendur Rósu fyrst nefndar en þeim síðan lýst nákvæmar með því að benda á að fingurnir séu langir.49 Lýsingarorðin ,grannar‘ og ,langir‘ undirstrika að um fíngerðar 48 Sifjaspellsminnið í Frá ljósi til ljóss kallast ekki einungis á við samband Humberts og Lolitu heldur einnig á við samband Bjarts í Sumarhúsum og Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Kiljan Laxness. Ásta Sóllilja er fósturdóttir Bjarts en í sögunni er sagt frá því að í eitt skipti deili þau rúmi þegar þau eru á ferðalagi en þá snerti hlý og sterk hönd hans líf hennar, jafn skjótt og það verður ýtir Bjartur Ástu Sóllilju út úr rúminu; ekki óáþekkt því þegar Lenni leggur á flótta eftir að hann finnur óæskilegar kenndir vakna í garð Rósu. Tengslin felast einnig í því að Ásta Sóllilja er enn eitt „skáldskaparblómið“ því hún ber blómanafn auk þess sem Bjartur kallar hana beinlínis lífsblómið sitt. Lokaorð Sjálfstæðs fólks hamra á tengslum Bjarts og Ástu Sóllilju en þar segir: „Haltu þér fast um hálsinn á mér, blómið mitt. Já, hvíslaði hún. Altaf – meðan ég lifi. Eina blómið þitt. Lífsblómið þitt. Og ég skal ekki deya nærri nærri strax.“ Halldór Kiljan Laxness, Sjálfstætt fólk, Reykjavík: vaka – Helgafell, 2011, 10. útgáfa, hér bls. 321–322 og 726. 49 Lýsingin hljómar á þessa leið: „varirnar voru rauðar og þykkar og brún augun glóðu undir svörtum augabrúnunum. Líkaminn var töfrandi, kjóllinn rauður, sjalið svart, brjóstin hvelfd, hendurnar grannar, fingurnir langir og húðin gullbrún.“ vigdís Grímsdóttir, Frá ljósi til ljóss, bls. 11. „EINS OG ÆvINTÝRI“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.