Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 141
140
hendur sé að ræða og jafnvel líka kvenlegar. Með tvítekningu er lögð
áhersla á hlutverk handa og fingra við snertingu, í mannlegri nánd.
Þegar Rósa, dóttir Lenna, fróar sér í fyrsta sinn, sér hún „fyrir sér ótrú-
lega fallegar hendur. Langar, grannar, mjúkar. Þær struku henni um ennið,
af því að það var heitt, og af því hún var svo falleg, af því hún var svo grönn,
fíngerð og yndisleg“ (43; leturbr. mín). vert er að nefna að Lenni er farinn
út í heim þegar Rósa sér þessar hendur fyrir sér en ýmislegt bendir til að
þær séu hans. Fyrir það fyrsta segir í lýsingunni að Rósa „sé svo falleg“ en
það er nákvæm endurtekning á orðum Lenna þegar hann tilkynnir henni
væntanlega brottför sína en þá segir hann meðal annars: „Þú ert svo falleg,
Rósa mín“ (29). Í annan stað má nefna að Rósa hugsar oftar en einu sinni
um hendur Lenna. Það gerir hún til dæmis þegar hann segir henni frá til-
vonandi ferðalagi en þá „horfði hún á hendur hans og ímyndaði sér að það
væru þær sem smíðuðu henni þennan sannleika sem hún heyrði“ (27) og
þegar talið er upp hvers Rósa saknar í fari Lenna eftir að hann er farinn eru
hendur hans tilteknar sérstaklega en í sögunni segir:
Hana langaði ekki að segja Helenu frá því að hún saknaði lyktarinn-
ar af honum, sérstaklega á morgnana, handanna hans, sérstaklega á
kvöldin, augnanna og brossins, sérstaklega á daginn og svo saknaði
hún líka alls sem þau höfðu gert saman, sérstaklega rétt áður en hún
sofnaði. (36; leturbr. mín)
Eins og sjá má í upptalningunni er sérstaklega tekið fram að Rósa sakni
handa Lenna á kvöldin en það leiðir líka hugann að öllu því sem gerst
getur í nóttinni og er jafnframt vísbending um hvernig og hvenær Lenni
snertir Rósu. Fyrr í sögunni hefur komið fram að stundum þegar Rósa fór
að sofa fannst henni „einsog hún fyndi mjúka, fíngerða hönd strjúka sér
um hárið“ (17). Hún tengir þá snertingu að vísu við Magdalenu en lesand-
inn getur tengt hana Lenna því áður í sögunni hefur komið fram að Rósa
hafi horft á hendur Lenna „sem struku henni um hárið“ (9). Ítrekað er hve
hendur Lenna skipta Rósu máli þegar hún fer til Nýju Mexíkó og hittir
hann aftur en þá tók hún „um hönd hans og kyssti hann á handarbakið. Hún
nennti ekki að tala lengur, ekki að svara spurningum, ekki fleiri spurn-
ingum, langaði bara að sitja svona og halla sér að honum, halda um hendur
hans og kyssa svona handarbökin“ (194; leturbr. mín). Endurtekningin á
höndum Lenna – og handarbaki – hamrar á því hve stórt hlutverk þær hafa
gegnt í lífi Rósu.
GuðRún stEinÞóRsdóttiR