Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 141

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 141
140 hendur sé að ræða og jafnvel líka kvenlegar. Með tvítekningu er lögð áhersla á hlutverk handa og fingra við snertingu, í mannlegri nánd. Þegar Rósa, dóttir Lenna, fróar sér í fyrsta sinn, sér hún „fyrir sér ótrú- lega fallegar hendur. Langar, grannar, mjúkar. Þær struku henni um ennið, af því að það var heitt, og af því hún var svo falleg, af því hún var svo grönn, fíngerð og yndisleg“ (43; leturbr. mín). vert er að nefna að Lenni er farinn út í heim þegar Rósa sér þessar hendur fyrir sér en ýmislegt bendir til að þær séu hans. Fyrir það fyrsta segir í lýsingunni að Rósa „sé svo falleg“ en það er nákvæm endurtekning á orðum Lenna þegar hann tilkynnir henni væntanlega brottför sína en þá segir hann meðal annars: „Þú ert svo falleg, Rósa mín“ (29). Í annan stað má nefna að Rósa hugsar oftar en einu sinni um hendur Lenna. Það gerir hún til dæmis þegar hann segir henni frá til- vonandi ferðalagi en þá „horfði hún á hendur hans og ímyndaði sér að það væru þær sem smíðuðu henni þennan sannleika sem hún heyrði“ (27) og þegar talið er upp hvers Rósa saknar í fari Lenna eftir að hann er farinn eru hendur hans tilteknar sérstaklega en í sögunni segir: Hana langaði ekki að segja Helenu frá því að hún saknaði lyktarinn- ar af honum, sérstaklega á morgnana, handanna hans, sérstaklega á kvöldin, augnanna og brossins, sérstaklega á daginn og svo saknaði hún líka alls sem þau höfðu gert saman, sérstaklega rétt áður en hún sofnaði. (36; leturbr. mín) Eins og sjá má í upptalningunni er sérstaklega tekið fram að Rósa sakni handa Lenna á kvöldin en það leiðir líka hugann að öllu því sem gerst getur í nóttinni og er jafnframt vísbending um hvernig og hvenær Lenni snertir Rósu. Fyrr í sögunni hefur komið fram að stundum þegar Rósa fór að sofa fannst henni „einsog hún fyndi mjúka, fíngerða hönd strjúka sér um hárið“ (17). Hún tengir þá snertingu að vísu við Magdalenu en lesand- inn getur tengt hana Lenna því áður í sögunni hefur komið fram að Rósa hafi horft á hendur Lenna „sem struku henni um hárið“ (9). Ítrekað er hve hendur Lenna skipta Rósu máli þegar hún fer til Nýju Mexíkó og hittir hann aftur en þá tók hún „um hönd hans og kyssti hann á handarbakið. Hún nennti ekki að tala lengur, ekki að svara spurningum, ekki fleiri spurn- ingum, langaði bara að sitja svona og halla sér að honum, halda um hendur hans og kyssa svona handarbökin“ (194; leturbr. mín). Endurtekningin á höndum Lenna – og handarbaki – hamrar á því hve stórt hlutverk þær hafa gegnt í lífi Rósu. GuðRún stEinÞóRsdóttiR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.