Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 142

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 142
141 Að lokum skal bent á að Lenni og Róbert renna sumpart saman í huga Rósu þegar hún er barn meðal annars í krafti handa og hlutverks þeirra. Morguninn eftir að Rósa hefur snert sjálfa sig í fyrsta sinn tilkynnir hún Róbert að hún sé hætt að skríða uppí til hans og Helenu á nóttunni en hún „settist hjá honum, kyssti hann, fann af honum nýja lykt, sterkari lykt, betri lykt og var fegin þegar hann sá ekki að hún roðnaði af því að hún fékk svo mikinn hjartslátt. … Ég er orðin ellefu ára, svaraði hún og horfði lengi á hendur hans“ (44). Það hve Rósu verður starsýnt á hendur Róberts er vís- bending um að hann er orðinn henni það sem Lenni var henni. En það eru raunar ekki eingöngu hendur Róberts sem skipta hér máli heldur líka lykt- in af honum sem lögð er sérstök áhersla á með þrítekningu. Lyktina hefur Rósa áður tengt Lenna því hún er meðal þess sem hún saknar í fari hans. Endurtekningin á lyktinni í tilviki Róberts getur orkað eins og óþægilegur fyrirboði því þegar Rósa og Róbert sofa saman í fyrsta sinn eru lýsingar á lyktinni í brennidepli en þar segir: „einmitt þá fann hún í fyrsta sinn þessa lykt af honum, þessa lykt af honum sem hún hafði alltaf þráð, viljað finna. Þetta var lykt sem hún gat ekki lýst og gæti aldrei lýst, ekki frekar en sinni eigin. Þetta var lyktin af þeim, ein og sama ólýsanlega lyktin af þeim, einsog þau væru sama manneskjan“ (117–118; leturbr. mín). Með endurtekningu á orðinu lykt er reynt að stýra lestri viðtakenda svo þeir leiði einkum hug- ann að ást elskendanna. Engu að síður hamra lokaorðin inn óhugnaðinn sem verður ljós við sögulok; Rósa og Róbert eru ekki aðeins elskendur sem renna saman í eitt heldur faðir og dóttir, feðgin sem „eru einsog þau væru sama manneskjan“ (118). vegna þess að sagan er sett inn í ævintýraheim getur fagurfræðilega blekkingin orðið til þess að lesendur trúa því að Frá ljósi til ljóss sé ein- göngu falleg saga þegar undir niðri kraumar sifjaspell og ef til vill kynferð- isáreitni Lenna við fósturdóttur sína, sem kann þó að vera fremur í orðum en gjörðum. Reyndar er vert að hafa í huga að hryllingurinn er líka hluti af ævintýrum en vegna ákveðinna ástar-skema virðast flestir þátttakendur rannsóknarinnar leiða þann hluta verksins hjá sér. Eitt það hryllilegasta í sögunni kann að vera að í samskiptum Lenna og Rósu dóttur hans hafi ákveðin þjálfun átt sér stað, Lenni hafi skapað visst mynstur, kynferðislegt háttarlag sem Rósa gengur inn í. Hann hafi með öðrum orðum vanið hana við ákveðið skema sem kallar á að hún eigi í sérstöku og kynferðislegu sambandi við föðurímynd sína sem gerir það að verkum að hún líti líka þannig á Róbert síðar og endurtaki samskiptamynstrið. „EINS OG ÆvINTÝRI“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.