Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 143
142
Að lokum
Frá ljósi til ljóss er ástarsaga en þó af öðru tagi en við eigum að venjast því í
henni er sýnt svo vel hve flókin og margvísleg ástin getur verið og í hvaða
áttir hún getur beinst. En vegna þess hve sagan er marglaga og lýsingar
gjarnan ísmeygilegar er greinilegt að lesendur upplifa söguna á gagnólíkan
hátt. Í viðtali við Heiðu Jóhannsdóttur segir vigdís að Lúna vinkona Rósu
túlki sögulokin í málverki og bætir við: „En við verðum að athuga að það
er hennar málverk – og hennar túlkun. Það verður hver og einn lesandi að
búa til sitt málverk um söguna.“50 vonandi sýnir umfjöllun mín um mis-
jöfn viðbrögð þátttakenda, gagnrýnenda og sjálfrar mín einmitt það eða
með öðrum orðum að skáldsögur eru alltaf aðeins að hluta til eftir rithöf-
undana sjálfa. Það er ekki síst viðtakandinn, viðbrögð hans, skemun sem
hann fellir hugsanir sínar í; ályktanir hans og vangaveltur sem eiga þátt í
að skapa niðurstöðuna. Fyrir vikið lifir hver saga í fleiri gerðum en menn
grunar; sama saga getur sumsé verið falleg ástarsaga – í anda Hollywood
– og hryllingssaga sem vekur andstyggð eða jafnvel blanda af báðum gerð-
um. Kostur þess að gera eigindlega rannsókn, eins og þá sem hér hefur
verið lýst, er frekast sá að rannsakendur fá upplýsingar um hvernig ger-
ólíkt fólk tjáir reynslu sína af lestri skáldskapar, og geta því gert sér hug-
myndir um hvernig hann áreitir vitsmuni þess alla, til dæmis jafnt ímynd-
unarafl sem tilfinningar. viðbrögð þátttakenda í slíkum rannsóknum eru
kannski oftar en ekki á skjön við niðurstöður þeirra sem menntaðir eru í
bókmenntum. En með því að skoða ólíkar skoðanir og skilning verðum við
kannski nokkru nær um áhrif og viðtökur bókmennta en fyrr.51
50 Heiða Jóhannsdóttir, „Lífið verður aldrei hversdagslegt“, Lesbók Morgunblaðsins, 8.
desember 2001, bls. 4–5, hér bls. 5.
51 Ég vil þakka Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur, Guðna Elíssyni og ritrýnum fyrir
gagnlegar athugasemdir og ábendingar við ritun greinarinnar.
GuðRún stEinÞóRsdóttiR