Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 160

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 160
159 DAUðINN, RÉTTLÆTIð OG GUð HJÁ FORNGRIKKJUM að setja hugmyndina í siðfræðilegt samhengi, þar sem vitund um mikilvægi framhaldslífsins og hamingju spilar rullu. Hún er fáséð á þessum tíma, nema í Lofsöngnum til Demetru. Annars hefði mátt vænta fleiri slíkra til- vísana frá fimmtu öld, þegar margt var rætt um réttlæti, en fátt gerist fyrir Platon. Eigi að síður sjáum við breytta hugmynd um réttlæti frá því sem var hjá Hesíodosi, hugmyndina um handandóminn. En ólíkt því sem við greinum í launhelgunum, er hugmyndinni um innvígslu gert lægra undir höfði en þeirri skoðun Pindars að siðgerðin – hið aristókratíska ágæti – ákveði handanhamingju. Athugum fyrst harmleikinn Meyjar í nauðum eftir Æskýlos (226–32), sem líklega var fluttur skömmu eftir 473: Er fugl, sem ræðst að fugli, saklaus? Hvort mun þá sá maður sýkn, er sækir brúði nauðuga til nauðugs föður? Flýja mun hann ei sinn dóm í dauðraheimi Hadesar. Því þar er sagt að annars Seifur dæmi að lokum afbrot öll.38 Síðar í leikritinu (701–9) vísar kórinn til mikilvægis þess að fylgja hinum óskráðu lögum, sem voru þrenn, og vörðuðu guðina, gesti og foreldra. Finna má hótun: „Hver sem smánar goð mun fá á settum tíma makleg málagjöld“ (732–33).39 Það er til þessara laga sem kór refsinornanna vísar í öðrum harmleik Æskýlosar, Hollvættum (267–75; og sjá 538–48), sem var settur á svið árið 458; kórinn hótar Órestesi með handanrefsingu: Ég tæri þitt þrek, og dreg þig í djúpið drepinnar móður angist að bæta. Þar sérðu, að hver sem sekur gerist um svívirðingu gegn heiðri foreldra, gesta og guða, fær goldin verkalaun réttvísinnar. Því Hades í jarðar djúpum dæmir dauðlega menn; allt skoðar hann, og í huga geymir.40 38 Þýðingar úr grískum harmleikjum eru eftir Helga Hálfdanarsonar: Grískir harm­ leikir, Reykjavík: Mál og menning, 1990. Til eru eldri vísanir í Hades sem hin jarðlæga Seif í Hómer (Il. 9.457; sbr. 9.569), sem getur ásamt Persefónu kallað til refsinornirnar til að refsa þeim sem brjóta af sér í lifanda lífi. 39 Sbr. 413–16: „… eða hvort mér sé ... vís hin grimma hefnd þess guðs er öllu tortímir og jafnvel ekki í ríki dauðra gefur grið þeim sem hann hefur ofsótt“. 40 Það eru vitaskuld fleiri tilvísanir til starfa refsinornanna í Hollvættum: „ ... var oss fengin sú eilíf iðja að elta þá sem í frændvíg rata, ofsækja þá, unz undir jörð endað er þeirra skeið“ (339–40); „en aldrei bjargar hann þeim manni, þótt hann leiti frelsis undir jörð. Um frændvíg sekur á hann yfir höfði sér þann ættmann, sem um síðir kemur hefndum fram“ (175–78); „Því refsinornum ber mikið vald og virðing, jafnt með goðum sem vættum neðri byggða“ (951–52).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.