Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 162
161
DAUðINN, RÉTTLÆTIð OG GUð HJÁ FORNGRIKKJUM
Hér bíða þrenns konar örlög hinna dauðu. Hinum slæmu er refsað vegna
illverka sinna í lifanda lífi, þó að Pindar kunni að hafa átt við að refsing
þeirra væri dauðinn.45 Hinir góðu lifa þjáningarlausu lífi hjá guðunum. Líta
má á þessa tvo hópa sem framhald af hópunum tveimur í Hadesarheimi
Hómers. Alltént er um hefðbundna hugmynd að ræða. En Pindar bætir
við voninni um algera hamingju þeirra sem verðskulda, hjá hetjum og
guðum. Til eru þeir sem ná Sælueyjunni, staðnum sem Hesíodos lét hetjur
fjórðu kynslóðarinnar byggja (verk og dagar 156–73).
Lýsingin á hetjunum hefur að geyma hugmynd um endurholdgun; eigi
þær að leiða til bestu vistar þurfa hetjurnar að forðast öll illvirki. Þetta virð-
ist vera aðeins önnur tilvísunin til endurholdgunar í bókmenntunum; hin
fyrsta var þegar Xenofanes gerði grín að Pýþagórasi (DK B7). Að lokum
sleppa hetjurnar út úr hringrás fæðinga og dauða og ná guðdómlegri sælu.
Þetta minnir á Pýþagóras og Empedókles. venjulega gerir Pindar skýran
greinarmun á dauðlegum mönnum og ódauðlegum guðum, en hneigir sig
hér fyrir pýþagórisma Þerons með vísun sinni í sælu þeirra sem líkjast hinum
fornu hetjum. Hann gefur í skyn að Þeron sjálfur geti öðlast slíka sælu.46
Í brotum sem kunna að vera úr útfararkvæðum vísar Pindar einnig til
launhelga. við höfum þegar séð vísun hans til Elevsis í broti 137. Í broti
131a vísar hann til mikilvægis innvígslu, væntanlega fyrir handanhamingju:
„sælir eru allir þeir sem hljóta þau örlög að njóta helganna sem leysa þá
undan þjáningum.“ Í Menoni (81b8–c4) vísar Platon til orfeifsku Pindars
um forna skuld við Persefónu, þ.e. þegar títanarnir drápu Díonýsos (brot
133): „Þeir sem í Helheimi guldu gamalla brota hjá Persefónu er leyft upp
í ljósið að venda aftur á níunda ári. Af þeim vex konungakyn og kappar,
miklir að vizku, sem vammlausir kallast um ókomin ár meðal manna.“47
inga, aðrir manntafls, enn aðrir lýrustrengja. Hjá þeim ríkir grær og blómstrar alger
hamingja“. Þeir búa við „algera hamingju“, eins og Platon segir síðar í Gorgíasi
(523b2).
45 Svo H. Lloyd-Jones, „Pindar and the Afterlife“, Greek Epic, Lyric, and Tragedy: The
Academic Papers of Sir Hugh LloydJones, Oxford: Clarendon Press, 1990, bls. 85–87.
Flestir fylgja fyrri túlkuninni.
46 Um nýlegar rannsóknir á þessum orðum, sjá Lloyd-Jones, „Pindar“; M.M. Will-
cock, Pindar: Victory Odes, Cambridge: Cambridge University Press, 1995, bls.
137–40, 154–61. Hvort Pindar fallist á ódauðleika Þerons, sjá B. Currie, Pindar
and the Cult of Heroes, Oxford: Oxford University Press, 2005, bls. 45–46, 223,
345–48.
47 Þýðing Sveinbjarnar Egilssonar: Platón, Menón, skólaþýðing eftir Sveinbjörn Eg-
ilsson með inngangi og skýringum eftir Eyjólf Kjalar Emilsson og Gunnar Harð-
arson, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1985.