Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 166
165
DAUðINN, RÉTTLÆTIð OG GUð HJÁ FORNGRIKKJUM
voru guðirnir sjálfir, ef þeir voru yfirleitt til, óáreiðanlegir ef ekki hrein-
lega siðlausir; þeir virðast breyta af öfund gegn þeim sem vegnar vel, því
þannig er guðdómi þeirra sjálfra ógnað. Platon mótmælir einnig þess-
ari trú. Reyndar er það svo að Platon eignar sér hugmyndir nátengdar
pýþagóringum og launhelgum, þvær burt siðlausan ritúalisma, sem hann
hæðist greinilega að (sbr. Ríkið 364b2–65a3), og umbreytir hugmyndinni
um helgar og innvígslu í hugmyndina um ástundun heimspekinnar, sem
geti á endanum leitt til guðdómlegrar hamingju í handanheimum.56 Þess
vegna lesum við um örlög sála eftir dauðann í verkum Platons, sem hafa að
geyma nokkrar frásögur, þá frægustu í niðurlagi Ríkisins, söguna af Er.57
Það kemur ekki á óvart að heimspekingur hafi áhuga á handanvist sálar-
innar (verðskulduðum örlögum hennar hvort heldur í formi refsingar eða
hamingju) ef hann trúir því að sálin sé ódauðleg og að heiminum stjórni
réttlátur guð, hvað svo sem ritskýrendur hafa ályktað.58
56 Um heimildir Platons, sjá R.G. Edmonds, „A Lively Afterlife and Beyond: The
Soul in Plato, Homer, and the Orphica“, Études platoniciennes 11, 2014, http://
etudesplatoniciennes.revues.org/517.
57 Sjá 614a–21d; aðrar sögur af sama tagi má finna í niðurlagi Gorgíasar (523a–27e)
og Fædons (111c–115a), sem og um miðbik Fædrosar (248a–49c). við niðurlag
varnarræðunnar víkur Sókrates að nokkrum handanlífspersónum (40e–c). Sög-
urnar koma líka fyrir í Tímajosi (42b–d, 91d–92e) Lögunum (903b–905c).
58 Platon segir það skynsamlegt og vert að hætta á þessa skoðun (Fædon 114d), að
hún ætti að vera bjargföst (Ríkið 619a), og jafnvel einfaldlega að hún sé sönn
(Gorgías 524b). Áhuginn á þeim hefur aukist síðustu ár; sjá t.d. greinasöfnin: C.
Partenie (ritstj.), Plato’s Myths, Cambridge: Cambridge University Press, 2009, og
C. Collobert og fl., Plato and Myth: Studies in the Use and Status of Platonic Myths,
Leiden: Brill, 2012.