Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 168
167
lauren Berlant og Michael Warner
Hvað kenna hinsegin fræði okkur
um x?
Inngangur að þýðingu
„við höfum verið beðin að festa hinseginfræðahalann á asnann.“ Þannig lýsa
Lauren Berlant og Michael Warner pöntun hins virta bandaríska hugvísinda-
tímarits Publications of the Modern Language Association of America (PMLA) á
grein um hinsegin fræði – eða öllu heldur skilgreiningu á fræðigreininni. Svarið
við þeirri beiðni, „Hvað kenna hinsegin fræði okkur um x?“, birtist í PMLA árið
1995 og lítur nú dagsins ljós í íslenskri þýðingu.1 Höfundarnir eru enskupró-
fessorar við virta háskóla í Bandaríkjunum: Berlant hefur kennt við Háskólann
í Chicago allar götur síðan 1984 og Warner hefur starfað við Northwestern-,
Rutgers- og nú síðast Yale-háskóla. Bæði eru mikils metin sem frumkvöðlar á
sviði hinsegin fræða. En árið 1995 voru „hinsegin fræði“ svo ung grein að höf-
undarnir töldu sig knúna til að „[nema] staðar og [glápa] hálfforviða á ástand
vesalings asnans“ sem allir vildu ólmir skilgreina og njörva niður. Eins og höf-
undarnir benda sjálfir á er PMLA „ekki hinsegin rými á nokkurn hátt“ heldur
hefðbundið, íhaldssamt rit sem trónir ofarlega í goggunarröð hinnar bandarísku
akademíu. Beiðni PMLA um skilgreiningu á hinsegin fræðum var til marks um
það sem Berlant og Warner benda á í greininni: „Hinsegin er í tísku.“
Hinsegin var í tísku, já – komið á kortið hjá fræðasamfélaginu og byrjað að
losna úr viðjum þöggunar og ósýnileika í opinberri umræðu. Til dæmis hafði
ný alríkislöggjöf um skráningu hatursglæpa tekið gildi árið 1990 og brot-
ið blað í sögunni; þetta var í fyrsta sinn sem bandarískur lagabókstafur við-
urkenndi félagslega tilvist sam- og tvíkynhneigðra. En tískubylgjan sem fleytti
hinseginhugtakinu inn á borð PMLA varð til í skugga útskúfunar og dauða.
Annað hvert ríki Bandaríkjanna bannaði enn samkynja kynlíf á fyrri hluta 10.
áratugarins; í Idaho lá dauðarefsing við glæpnum allt fram til 2003.
Og dauðinn var ekki bara refsirammi á blaði. Síðan 1980 hafði HIv-veiran
1 Lauren Berlant og Michael Warner, „What Does Queer Theory Teach Us about
X?“, gestapistill [guest column], PMLA 110: 3/1995, bls. 343–349.
Ritið 2/2017, bls. 167–178