Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 169
168
herjað grimmt á karlmenn sem sváfu hjá körlum og kostað þúsundir og síðan
tugi þúsunda manna lífið ár hvert. Útgáfuár greinarinnar, 1995, markaði
hápunkt alnæmisfaraldursins vestanhafs: tæplega 42 þúsund Bandaríkjamenn
dóu úr sjúkdómnum það ár. Meðan faraldurinn stráfelldi ungt hinsegin fólk
drógu yfirvöld lappirnar og níddust opinberlega á fórnarlömbunum. Á upp-
tökum af fjölmiðlafundum Hvíta hússins frá árunum 1982–4 má heyra tals-
mann Reagans forseta hæðast að hommum og HIv-jákvæðum og uppskera
hláturrokur viðstaddra.2 Á þeim rúma áratug sem liðinn var síðan drepsóttar-
innar varð fyrst vart hafði hún knúið fram miklar breytingar á hinsegintengd-
um umræðum, ekki síst af sökum sem Berlant og Warner ávarpa með beinum
hætti í grein sinni:
Alnæmið sýndi okkur sem tókumst á við það að orðræða gat verið
upp á líf og dauða; það gerði okkur ljóst að svo margt sem skipti
máli, tengt reiði, sorg og þrá, var hvorki hægt að orða á opinberum
né óopinberum vettvangi.
Hin nýja fræðilega umfjöllun um hinsegin málefni var hluti af þessari breyttu
orðræðu og því nátengd lífsnauðsynlegum aktívisma frá upphafi.
En fræði og grasrótarbarátta þjóna oft ólíkum tilgangi og Berlant og
Warner eru sjálf staðsett á gráu svæði milli þessara póla. Þau eru vitanlega
fræðimenn en samsama sig um leið hinsegin samfélaginu sem þau fjalla um,
samfélagi sem á tilvist sína undir þessari orðræðu komna.3 Beiðni PMLA um
skilgreiningu á hinsegin fræðum svara þau með því að setja spurningarmerki
við hugtakið sjálft:
Hættan sem fylgir stimplinum hinsegin fræði er að hann fær lesend-
ur, bæði hinsegin og þessegin (e. nonqueer), til að gleyma þessum
mismun og ímynda sér samhengi (fræði) þar sem hinsegin hefur fasta
skírskotun og hagnýtan áhrifamátt.
Í framsetningu Berlant og Warners eru áhöldin um meintan „fræðileika“ þess
sem þau kalla hinsegin róttæka gagnrýni (e. queer criticism) viss birtingarmynd
víðtækari togstreitu innan hinsegin samfélagsins, togstreitu milli samlögunar
2 Scott Calonico (leikstj.), When AIDS Was Funny, heimildastuttmynd, AD&D
Pro ductions, 2015. Myndina má nálgast á vefsíðunni Vanity Fair Videos, sótt 10.
ágúst 2017 af http://video.vanityfair.com/watch/the-regan-administration-s-chill-
ing-response-to-the-aids-crisis.
3 Sbr. t.d. notkun þeirra á persónufornöfnunum við/okkur í tilvitnuninni í lok síðustu
efnisgreinar.
lauREn BERlant oG MicHaEl WaRnER