Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 171
170
öfund, gremju og tortryggni. Eins og oft er raunin verður sumum óglatt
yfir því sem aðrir segja æsispennandi.
Að okkar mati er ekki hjálplegt að líta á hinsegin fræði sem fyrirbæri,
sérstaklega ekki fyrirbæri sem ritað er með stórum staf. við veltum því
fyrir okkur hvort hinsegin umfjöllun (e. queer commentary) lýsi ekki betur
þeim þráðum sem hugtakið tengir saman, enda eru fæstir þeirra fræðilegir.
Orðræðan um „hinsegin fræði“ gefur sér að viðfangið sé akademískt en
hinsegin umfjöllun á sér lifandi fordæmi og snertifleti í fagurfræðilegum
greinum og blaðamennsku. Það er ekki hægt að fella hana inn í eina orð-
ræðu, hvað þá eitt fullyrðingakerfi. Undanfarin ár hefur vissulega komið
út mikið af hinsegin róttækri gagnrýni sem leitast við að ávarpa fræðileg
vandamál á strangnákvæman hátt, oft út frá aðferðum sálgreiningar. En
hugmyndin um að þessi verk tilheyri „hinsegin fræðum“ leit fyrst dags-
ins ljós eftir 1990, þegar alnæmisfaraldurinn og hinsegin aktívismi öttu
menntafólki í þá átt að líta svo á að hlutverk þess væri að skapa heim sem
væri meira hinsegin. Með því að segja sögu um uppgang hinsegin fræða
mátti réttlæta margar tilraunir, sem fæstar líktust þó fræðikenningum í
þeim skilningi að þær væru strangnákvæmar, óhlutstæðar, sjálfrýnar rök-
ræður.
við viljum ekki nota þessa ritstjórnargrein til að skilgreina, göfga,
laska, fegra eða ramma inn með öðrum hætti þá hinsegin umfjöllun sem
nú er að líta dagsins ljós. við höfum heldur ekki áhuga á að leggja blessun
okkar eða bölvun yfir tilkall neins til hinseginleika. við viljum leggja rækt
við strangnákvæma og andríka, róttæka, gagnrýna menningu án þess að
þrengja athafnasvið hennar. við viljum fyrirbyggja að hinsegin fræði verði
smættuð niður í sérsvið eða sjálfrýna kenningu (e. metatheory).
við viljum líka kollvarpa þeim staðhæfingum sem þegar hafa gert vart
við sig um að pólitík hinsegin fræða sé eingöngu akademísk, það er að
segja dauð. Fyrstu skrefin taka langan tíma og skrykkjótt þróun er oft túlk-
uð sem ótímabær dauði, sem er því miður algengt viðfangsefni í hinsegin
ritverkum. Nær allt það sem kalla mætti hinsegin fræði hefur einkennst af
róttækum væntingum og tilraun til að skapa nýjan heim. Því væri sérhver
tilraun til samantektar meingölluð.
Telst þessi ritstjórnarumfjöllun þá til hinsegin fræða? Tímaritið PMLA
er þegar upp er staðið ekki hinsegin rými á nokkurn hátt. við leggjum ekki
til að PMLA verði hinseginvætt og við gætum ekki náð fram slíkri breyt-
ingu þótt við vildum. við getum heldur ekki komið fram sem innfæddir
lauREn BERlant oG MicHaEl WaRnER