Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 180
179
lillian faderman
Hvað eru lesbískar bókmenntir?
Sögulegt hefðarveldi í mótun
Inngangur að þýðingu
Bandaríska fræðikonan Lillian Faderman (f. 1940) er best þekkt fyrir metnað-
arfull skrif um ástir kvenna í sögu og bókmenntum, ekki síst ritin Surpassing the
Love of Men: Romantic Friendship and Love between Women from the Renaissance
to the Present (1981) og Odd Girls and Twilight Lovers: A History of Lesbian Life
in 20thCentury America (1991). Nýjasta verk hennar er The Gay Revolution:
The Story of the Struggle (2015), en þar er viðfangsefnið saga réttindabaráttu
hinsegin fólks í Bandaríkjunum.
Surpassing the Love of Men er verðlaunað brautryðjandaverk í lesbískri
sagnaritun og bókmenntarýni; víðfeðm rannsókn á kvennaástum í skáldtext-
um og öðrum rituðum heimildum frá Bandaríkjunum og vestur-Evrópu sem
teygir sig frá Endurreisnartímanum fram á síðari hluta tuttugustu aldar. Ein
helsta niðurstaða Faderman þar varðar hina svokölluðu rómantísku vináttu
kvenna og hvernig hún er bæði lík og frábrugðin lesbískum ástarsamböndum
nútímans. Frá átjándu og nítjándu öld, segir Faderman, eru til mýmörg dæmi
um ástríðufull sambönd kvenna – heita, tilfinningaþrungna og jafnvel erótíska
vináttu sem var, þrátt fyrir að vera „lesbísk“ í augum margra nútímalesenda,
hvorki fordæmd né þrungin skömm. Rómantíska vináttan ógnaði með öðrum
orðum ekki samfélaginu á þeim tíma enda kom hún ekki í staðinn fyrir gagn-
kynja hjónaband og var ekki tengd við kynlíf. Þegar kom fram á tuttugustu
öld voru sambönd af þessum toga fordæmd í auknum mæli og rýmið til að
tjá ástríðufullar tilfinningar til annarra kvenna var verulega takmarkað. Hin
vísindalega þekking um samkynhneigð sem þróaðist undir lok nítjándu aldar
tengdi saman í hugum fólks heitar tilfinningar og kynlíf og um leið varð lesbí-
an til sem sjúk og siðspillt vera sem ógnaði samfélaginu og normum þess.1
Eftir áratugalanga baráttu, sem stendur enn yfir, hefur víða náðst að losa um
1 Lillian Faderman, inngangur að Surpassing the Love of Men: Romantic Friendship and
Love between Women from the Renaissance to the Present, 1981, London: The Women’s
Press Ltd., 1985, bls. 15–20.
Ritið 2/2017, bls. 179–193