Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 181

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 181
180 skömmina og fordæminguna í kringum ástarsambönd kvenna en þeim eru þó enn skorður settar. En hver er þá munurinn á rómantískum vináttusamböndum fyrri tíma og lesbískum ástarsamböndum nútímans? Faderman telur að hann sé minni en margir gætu haldið. Í báðum tilvikum er um að ræða konur sem bera sterkar tilfinningar og þrár hver til annarrar og kjósa að verja tíma saman. Kynlíf getur verið mikil- eða lítilvægur þáttur í sambandinu, eða alls ekki til staðar. Munurinn liggur því að mati Faderman ekki í tilfinningum kvennanna eða því sem þær kjósa að gera saman heldur samfélaginu og möguleikum kvennanna til að haga lífi sínu eftir eigin höfði. Hin órjúfanlegu tengsl milli rómantískrar ástar og kynferðislegrar þrár eru tuttugustualdar fyrirbæri, bendir Faderman á; rómantísku vináttusamböndin fyrr á tímum voru ekki endilega kynferðisleg, þótt þau kunni að hafa verið það, en það gerir þau ekki léttvægari en lesbísk ástarsambönd nútímans. Eftir því sem konur öðluðust aukin borgaraleg rétt- indi á tuttugustu öld jukust möguleikar þeirra til að lifa sjálfstæðu lífi með öðrum konum. Ef rómantísku vinkonurnar hefðu haft þann möguleika hefðu þær nýtt sér hann, segir Faderman; þær hefðu verið lesbískir femínistar og lesbísku femínistarnir hefðu að sama skapi verið rómantískar vinkonur hefðu þær verið uppi á átjándu eða nítjándu öld.2 Faderman notar orð á borð við lesbíska ást, lesbíska tilveru og lesbíanisma yfir ástir, þrár og sambönd kvenna á öllu því tímabili sem hún rannsakar. Slík hug- takanotkun og niðurstaða Faderman um líkindi rómantísku vinkvennanna og lesbísku femínistanna er ekki óumdeild. Á þeim rúmu þremur áratugum sem liðnir eru frá útkomu Surpassing the Love of Men hafa miklar umræður farið fram um aðferðafræði og nálgun í hinsegin sögu og sagnaritun, ekki síst um að hve miklu leyti sé viðeigandi, lýsandi og fræðilega nákvæmt að varpa nútíma- hugmyndum og -hugtökum um kyn, kynverund og kynhneigð aftur í tímann og leitast við að skilja og lýsa fortíðinni út frá þeim. Bók Faderman var skrifuð fyrir tíma þessara rökræðna en er oft nefnd sem dæmi um nálgun sem miðar að sögulegri samfellu (e. continuity), þ.e. sem leitast við að varpa ljósi á samkynja ástir og þrár sem hluta af mannlegri tilveru á ólíkum tímum. Aðrir fræðimenn hafa fremur lagt áherslu á nálgun sem tekur tillit til sögulegs breytileika (e. alterity), þ.e. sérkenna samfélaga og ólíkra birtingarmynda samkynja ásta milli tímabila, og enn aðrir vilja fara bil beggja eða finna nýjar leiðir.3 Í þessu sam- 2 Sama heimild, bls. 19–20. 3 valery Traub segir að Surpassing the Love of Men hafi verið „fyrsta óbeina samfellu- nálgunin“ á lesbíska sögu (bls. 124) og rekur í kjölfarið helstu rökræðurnar um aðferðafræði og nálgun í lesbískri sagnaritun. Sjá „The Present Future of Lesbian Historiography“, A Companion to Lesbian, Gay, Bisexual, Transgender, and Queer Studies, ritstj. George E. Haggerty og Molly McGarry, Blackwell Publishing, 2007, bls. 124–45. lillian fadERMan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.