Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Qupperneq 182
181
hengi er þó mikilvægt að benda á að því fer fjarri að Faderman varpi gagnrýn-
islaust nútímahugmyndum um lesbíur aftur í tímann. Þvert á móti leggur hún
sig í líma við að kanna og greina tilfinningar og stöðu kvennanna í sögulegu
samhengi og hvernig samfélögin brugðust við þeim. Nálgun hennar er ein-
mitt, eins og Dagný Kristjánsdóttir bendir á, næm fyrir sögulegum breytileika
og kynverund sem samfélagslega mótuðu fyrirbæri.4 Þannig er ljóst að þótt
Faderman noti lýsingarorðið lesbísk um fyrri tíma (lesbísk ást, lesbísk tilvera,
lesbísk saga) er merking þess ekki bundin við lesbíska sjálfsmynd eða lesbíuna
sem flokkunarhugtak eins og við notum það í dag. Lesbísk hefur aðra og víðari
skírskotun og hana ræðir Faderman sérstaklega í greininni sem hér birtist í
íslenskri þýðingu.
Greinin nefnist á frummálinu „What is Lesbian Literature? Forming
a Historical Canon“ og birtist í ritinu Professions of Desire: Lesbian and Gay
Studies in Literature árið 1995.5 Í henni beinir Faderman athyglinni að lesb-
ískum birtingarmyndum í skáldskap og því sem hún telur vera nýtt hefð-
arveldi eða kanóna innan bókmenntaheimsins: lesbískar bókmenntir. En
hvaða texta getum við greint sem lesbíska texta? Hvaða bækur er við hæfi að
kenna á námskeiði um lesbískar bókmenntir? Hvað eru lesbískar bókmennt-
ir? Slíkar spurningar vakna oft í tengslum við hinsegin bókmenntagreiningu,
ekki bara á ástum kvenna heldur kynhneigð og kynverund almennt, og eru
ósjaldan blandnar óöryggi eða hræðslu við að „álykta of mikið“. Faderman
leggur áherslu á að í þessu samhengi verði að skilja orðið lesbísk vítt og að hið
nýja hefðarveldi megi ekki takmarkast af þröngum nútímaskilningi á því hvað
lesbía er. við verðum að láta af þeirri kröfu að lesbískar bókmenntir séu skrif-
aðar af sjálfskilgreindum lesbíum, fjalli um persónur sem líta á sig sem lesbíur
og leggi áherslu á lesbíska erótík, segir hún, því slíkt setur bæði bókmennta-
rýnunum og textunum of þröngar skorður. Skilgreiningin á því hvað lesbískar
bókmenntir eru verður að fá að vera opin og þróast í takt við tímann og nýjar
uppgötvanir. Síðast en ekki síst verðum við að láta af hræðslunni við að greina
lesbíska texta – lesbíska hefðarveldið er ekki svartur listi heldur lifandi og
spennandi rými sem sífellt bætist í þegar nýir textar eru skrifaðir og aðrir eldri
lesnir og túlkaðir í nýju ljósi.
Ásta Kristín Benediktsdóttir
4 Dagný Kristjánsdóttir, „Hinsegin raddir: Um sannar og lognar lesbíur í bókmennt-
um og listum“, Skírnir 177, haust 2003, bls. 451–81, hér bls. 455.
5 Lillian Faderman, „What is Lesbian Literature? Forming a Historical Canon“,
Professions of Desire: Lesbian and Gay Studies in Literature, ritstj. George E. Hag-
gerty og Bonnie Zimmerman, Modern Language Association of America, 1995,
bls. 49–59.
HvAð ERU LESBÍSKAR BÓKMENNTIR?