Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 183
182
Hvað eru lesbískar bókmenntir?
Lesbískar bókmenntir eftir konur eiga sér stutta sögu. Á milli ljóða Saffóar,
gríska skáldsins á Lesbos um 600 f.Kr., og The Well of Loneliness eftir
Radclyffe Hall, sem kom út árið 1928,6 eru sárafá bókmenntaverk eftir
konur sem hafa verið viðurkennd sem lesbísk. Það hve stutt þessi saga er
skýrist að hluta til af því að skáldskapur eftir konur fyrirfannst nánast ekki
öldum saman. En hún er líka stutt vegna þess að þótt rómantísk vinátta
milli kvenna hafi verið viðurkennd samfélagsleg stofnun á vesturlöndum
frá Endurreisnartímanum og fram til loka nítjándu aldar, og þótt kyn-
líf milli kvenna virðist hafa verið eitt meginstefið í klámi frá því að það
leit fyrst dagsins ljós, var ekki mögulegt að skilgreina sig sem „lesbíu“
fyrr en þýskir og enskir kynfræðingar stigu fram á sjónarsviðið. Það voru
kynfræðingarnir sem skilgreindu þessa veru á síðustu áratugum nítjándu
aldarinnar og bjuggu lesbíuna þar með til sem félagslegt og kynferðislegt
flokkunarhugtak.
Ef við notum hugtakið lesbískar bókmenntir til að vísa til skáldverka
þar sem viðfangsefnið lesbísk tilvera er augljóslega og afdráttarlaust í
brennidepli er sagan enn styttri. Margir áhugaverðustu kvenhöfundarnir
á tímabilinu eftir að kynfræðin kom fram á sjónarsviðið, sem hefðu hugs-
anlega getað fjallað um lesbíska tilveru í verkum sínum út frá eigin reynslu,
kusu að gera það ekki vegna þeirrar félagslegu smánar sem tengd var við
samkynhneigð kvenna. Ef þær vildu láta taka sig alvarlega sem höfunda
fannst þeim þær ekki geta stefnt ritferlinum í hættu með því að fjalla um
efni eins og ástir kvenna, sem virtist ekki hafa mikla almenna skírskotun.
Skáldsagnahöfundurinn Helen Hull var fulltrúi þessara sjónarmiða. Í rit-
höfundardagbók sinni frá sjötta áratugnum harmaði hún ósagðar sögur af
lesbísku lífi sem hún viðurkenndi að hún hefði vel getað sagt í krafti eigin
reynslu. En Hull lauk dagbókarfærslu sinni með orðunum: „Ég vil ekki
láta bendla mig við þetta viðfangsefni.“7 Í raun var hún að lokum „bendl-
uð við viðfangsefnið“ þegar fræðimenn öðluðust skilning á því hvern-
6 Radclyffe Hall, The Well of Loneliness, New York: Doubleday, 1928.
7 Helen Hull, Helen Hull Papers, Columbia U; Hull Biographical File (ljósrit), New
York Lesbian Herstory Archives.
lillian fadERMan