Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 187
186
vist orðsins „lesbía“, skortur á meðvitund um tilvist lesbísks menningar-
kima og meint gagnkynhneigð höfundar slíka skáldsögu frá því að teljast
lesbísk? Samkvæmt vinnuskilgreiningu Bonnie Zimmerman verða lesbísk-
ar samtímabókmenntir (frá árunum 1969–89) að vera ritaðar af yfirlýstum
lesbíum því „eðli lesbískra bókmennta gerir það ómögulegt að aðskilja
textann frá ímyndunaraflinu sem skapar hann“.14 En það er ekki auðvelt að
hugsa sér texta sem er gagnrýnni á gagnkynhneigðar samfélagsstofnanir
og jákvæðari í garð endurnærandi áhrifa erótískrar ástar milli kvenna en
Purpuralitinn eða ímynda sér hvernig „raunverulegt lesbískt ímyndunar-
afl“ hefði getað skapað lesbískari texta.
Zimmerman gefur einnig í skyn að í lesbískum bókmenntum áttunda
og níunda áratugarins sé nauðsynlegt að aðalpersónan „líti á sjálfa sig
sem lesbíu“.15 Þótt skilgreining Zimmerman eigi fullkomlega vel við um
pólitísku lesbísk-femínísku skáldsögurnar sem rannsókn hennar fjallar um
kann önnur skilgreining að vera nauðsynleg fyrir eldri skáldverk, þau sem
skrifuð voru þegar erfitt var að öðlast slíka meðvitund og enn erfiðara að
tjá hana á prenti, til dæmis Work (1873) eftir Louisu May Alcott16 og Diana
Victrix eftir Florence Converse.17 Slík skilgreining næði líka yfir skáldsög-
ur sem hvetja lesandann til að slást í för með aðalpersónunni og taka fyrstu
skrefin í lesbísku þroskaferli sem persónan getur kannski aldrei notað lýs-
andi hugtak um. Í A Member of the Wedding eftir Carson McCullers klippir
unglingsstúlka hár sitt, tekur sér drengsnafn, lætur sig dreyma um vífguma
(e. androgynous) tilvist þar sem hún gæti breytt kyni sínu að vild og ræðst á
ungan mann sem reynir að kyssa hana.18 Undir lok skáldsögunnar stofnar
hún til ánægjulegs sambands við aðra unglingsstúlku og gera þær nákvæm-
ar áætlanir um að vera saman til æviloka. Þótt Frankie geti ekki skilgreint
sjálfa sig sem lesbíu skrifaði McCullers (sem sjálf var samkynhneigð) með
þessari bók það sem nánast má telja klisju í kynfræðinni: sögu „unglings-
lesbíunnar“. McCullers ritskoðar sjálfa sig og hefur hugsanlega fundið til
raunhæfs ótta gagnvart utanaðkomandi ritskoðun eftirstríðsáranna; hún
dirfist því ekki að leyfa sögumanni sínum, sem segir frá í þriðju persónu,
að tala um Frankie sem lesbíu. En er ómögulegt að líta á skáldsöguna sem
14 Bonnie Zimmerman, The Safe Sea of Women: Lesbian Fiction, 1969–1989. Boston:
Beacon, 1990, bls. 15.
15 Sama stað.
16 Louisa May Alcott, Work: A Story of Experience, New York: Arno, 1977.
17 Florence Converse, Diana Victrix, Boston: Houghton, 1897.
18 Carson McCullers, A Member of the Wedding, Boston: Houghton, 1946.
lillian fadERMan