Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 188
187
lesbíska vegna þess að hvorki Frankie né sögumaður segja berum orðum
það sem lesandanum ætti að vera ljóst?
Samkvæmt Zimmerman setur hin lesbíska skáldsaga „ást milli kvenna,
þar með talda kynferðislega ástríðu, í brennidepil“.19 Skáldsögur sem fylgja
þeirri formúlu eru þá augljóslega lesbískar. En er þar með sagt að úti-
loka verði úr „hefðarveldinu“ (þ.e.a.s. þeim verkum sem við fjöllum um
sem lesbískir fræðimenn og mælum með við nemendur í námskeiðum um
homma- og lesbíubókmenntir, þó ávallt með það fyrir augum að hefð-
arveldi séu breytanleg) skáldsögu á borð við Oranges Are Not the Only Fruit
eftir Jeanette Winterson, sem fjallar um stúlku sem berst við íhaldssamt
trúarlegt uppeldi en það að leggja erótíska ást á aðra konu er aðeins einn
af mörgum þáttum í uppgjöri hennar við uppeldi sitt?20 Felst mótsögn í því
að lesbísk skáldsaga skoði hvernig vandamál eins og óuppfylltur metnaður,
áföll sem fylgja öldrun eða dauðleiki hafi áhrif á persónu sem vill bara svo
til að er lesbía?
Er hægt að líta á verk sem lesbískt ef það virðist lítið sem ekkert meðvit-
að um möguleikann á erótík milli kvenna og setur ekkert út á kynhlutverk
og takmarkanir þeirra? Í grein sinni „Toward a Black Feminist Criticism“
færir Barbara Smith rök fyrir því að Sula eftir Toni Morrison21 sé lesbísk
skáldsaga, ekki vegna þess að Nel og Sula séu lesbíur heldur vegna þess að
skáldsagan er gagnrýnin á gagnkynhneigðar stofnanir.22 Greining Smith
víkkar út skilgreininguna á lesbískum bókmenntum en er hún óþarflega
víð? Gætum við litið á „Daddy“ eftir Sylviu Plath sem lesbískan texta
vegna þess að hann lítur gagnkynhneigðar stofnanir gagnrýnum augum
(þrátt fyrir hómófóbíu Plath sjálfrar)? Og svo við förum með þessa nálgun
út í hið fáránlega: fyrst The Well of Loneliness tekur gagnkynhneigð fram
yfir samkynhneigð (kona eftirlætur sína heittelskuðu, Mary, karlmanni
vegna þess að hún telur að líf Mary verði auðveldara og hamingjuríkara
ef hún giftist honum), verðum við þá að líta á skáldsöguna sem „gagnkyn-
hneigða“, þrátt fyrir hið mikilvæga hlutverk sem hún gegndi í þróun opin-
skárra lesbískra bókmennta?
19 Bonnie Zimmerman, The Safe Sea of Women, bls. 15.
20 Jeanette Winterson, Oranges Are Not the Only Fruit, New York: Atlantic Monthly,
1987.
21 Toni Morrison, Sula, New York: Knopf, 1974.
22 Barbara Smith, „Toward a Black Feminist Criticism“, Women’s Studies International
Quarterly 2.2/1979, bls. 183–94.
HvAð ERU LESBÍSKAR BÓKMENNTIR?