Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 189
188
Í augum sumra bókmenntarýna er stærsta vandamálið við mótun lesb-
ísks hefðarveldis að ákvarða hvort verk geti talist lesbískt án þess að brjóta
gegn ásetningi höfundarins. En við verðum að láta af þeirri bókstaflegu
kröfu að lesbískar bókmenntir, jafnvel verk skrifuð fyrir áttunda áratug
tuttugustu aldarinnar, séu eftir yfirlýsta lesbíu (fáir rithöfundar gáfu út slík-
ar yfirlýsingar fyrir þann tíma), fjalli um persónu sem „lítur á sjálfa sig sem
lesbíu“ (slíkur skilningur krefst ákveðinnar forfrömunar og áhugaverðar
persónur skortir oft slíkt innsæi) og setji lesbíska „kynferðislega ástríðu
í brennidepil“ (ritskoðunarlög frá fyrri tíð og sjálfsritskoðun komu oft í
veg fyrir að samkynja erótískri ást væri lýst opinskátt). Ef til vill má telja
verk lesbískt þótt það uppfylli ekkert skilyrðanna sem Zimmerman setur
lesbískum skáldverkum frá áttunda og níunda áratugnum ef sýna má fram
á að lesbískt viðfangsefni leynist á einhvern hátt á milli línanna. Slík falin
skilaboð geta verið auðráðin fyrir nútímalesanda, svo sem í sögu Gertrude
Stein „Miss Furr and Miss Skeene“ frá 1923, sem Stein birti í Vanity Fair
og miðaði fyrst og fremst að gagnkynhneigðum lesendum sem hafa eflaust
talið að stöðug endurtekning hennar á orðinu gay væri ekkert annað en
dæmi um skrýtinn, endurtekningasaman stíl hennar eða kaldhæðnisleg
athugasemd um hið dapurlega líf „piparjónka“.23 Dulmálið getur líka verið
lúmskara, svo sem í Passing (1929) eftir Nellu Larsen, þar sem kynþáttur
og vandamál honum tengd eru hugsanlega notuð sem myndhverfingar
fyrir samfélagsleg og einstaklingsbundin vandamál tengd lesbískri tilveru
á þriðja áratugnum.24
Það ætti ekki að koma á óvart að margar konur sem hefðu skrifað, eða
hefðu getað skrifað, um lesbíur á árum áður dirfðust ekki að gera það – eða
öllu heldur, þær gerðu það en dulkóðuðu verk sín svo vandlega að aðeins
mjög vel upplýstir lesendur gátu skilið hvert hið raunverulega viðfangsefni
var. Stein hóf til dæmis skáldaferil sinn með því að skrifa opinskáa lesb-
íska skáldsögu, Q.E.D., árið 1903.25 Hún stakk henni svo snarlega ofan í
skúffu og gleymdi henni. Skáldsagan var ekki gefin út fyrr en árið 1950,
fjórum árum eftir lát höfundarins. Stein gaf hið lesbíska þema ekki upp á
bátinn í síðari skrifum sínum en hún faldi það, stundum í gervi kynþáttar
23 Gertrude Stein, „Miss Furr and Miss Skeene“, Selected Writings of Gertrude Stein,
ritstj. Carl van vechten, New York: vintage, 1972, bls. 561–68.
24 Nella Larsen, Passing, ritstj. Deborah E. McDowell, New Brunswick: Rutgers
Uni versity Press, 1986.
25 Gertrude Stein, Q.E.D. Fernhurst, Q.E.D., and Other Early Writings by Gertrude
Stein, New York: Liveright, 1971.
lillian fadERMan