Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 190
189
(hún endursegir söguþráð Q.E.D. í „Melanctha“, þar sem persónurnar eru
Bandaríkjamenn af afrískum uppruna frekar en lesbíur),26 stundum í gegn-
um torræða málnotkun og form (svo sem í „Ada“ og „Sacred Emily“).27
Ávítur hennar til Ernests Hemingway sýna ástæðurnar sem lágu þar að
baki. Hemingway hafði sýnt henni óútgefna sögu sína „Up in Michigan“,
sem Stein þótti góð en of kynferðislega opinská því hann minntist á stærð-
ina á typpi söguhetjunnar. Stein sagði Hemingway að slíkt smáatriði gerði
söguna ónothæfa, „inaccrochable“, eins og málverk með klúru viðfangsefni
sem aldrei væri hægt að sýna.28 Engu að síður innihalda mörg verka Stein,
svo sem „Lifting Belly“, „A Third“ og „As a Wife Has a Cow: A Love
Story“, nákvæmar lýsingar á lesbísku kynlífi og jafnvel fullnægingu ef les-
andinn getur ráðið táknrænt dulmál höfundarins.29
Ljóðskáldið Amy Lowell ráðlagði D. H. Lawrence á svipaðan hátt að
vera „örlítið fámálli“ um kynlíf ef hann vildi verða viðurkenndur rithöf-
undur:
Þú þarft ekki að breyta afstöðu þinni hið minnsta, þú getur einfaldlega
notað strokleður á ákveðnum stöðum og síðan hlotið þá viðurkenningu
sem þú verðskuldar. … Þegar maður er umkringdur fordómum og blindu
virðist mér eina leiðin vera að yfirstíga þá engu að síður og reyna að lenda
ekki í stöðugum árekstrum við þessa sömu fordóma, því þegar allt kemur
til alls særir það mann, heftir útbreiðslu verka manns og gerir ekkert til
að leiðrétta fordómana.30
Lawrence hundsaði ráðleggingar hennar en sjálf fylgdi hún þeim í þaula.
Hún trúði ekki að það að skrifa opinskátt sem lesbía gæti nokkuð gert til
að létta á fordómum heldur taldi að það myndi bara eyðileggja orðspor
26 Gertrude Stein, „Melanctha“, Selected Writings of Gertrude Stein, bls. 337–457.
27 Gertrude Stein, „Ada“, The Norton Anthology of Literature by Women, ritstj. Sandra
Gilbert og Susan Gabar, New York: Norton, 1985, bls. 1334–36; og „Sacred
Emily“, Matisse, Picasso, and Gertrude Stein, Paris: Plain, 1933, bls. 37–41.
28 Tilvitnun í Ernest Hemingway, A Moveable Feast, New York: Bantam, 1969, bls.
15.
29 Gertrude Stein, „Lifting Belly“, The Yale Edition of the Unpublished Writings of
Gertrude Stein, 3. bindi, New Haven: Yale University Press, 1953, bls. 63–115; „A
Third“, The Yale Edition of the Unpublished Writings of Gertrude Stein, 4. bindi, New
Haven: Yale University Press, 1954, bls. 331–57; og „As a Wife Has a Cow: A Love
Story“, Selected Writings of Gertrude Stein, bls. 541–45.
30 S. Foster Damon, Amy Lowell: A Chronicle, with Extracts from Her Correspondence,
Boston: Houghton, 1935, bls. 482–83.
HvAð ERU LESBÍSKAR BÓKMENNTIR?