Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 194
193
verund en leyfir kvenkyns ljóðmælanda sínum engu að síður að kalla aðra
konu „allt sem ég get prísað, / Gleði mína, Líf mitt, Hvíld mína“ og lýsa
því yfir að hvorki brúðgumi né „krýndur landvinningamaður“ sé eins lán-
samur og hún, því „Þeir eiga aðeins hluta Jarðarinnar, / Í þér á ég heiminn
allan“.37 Emily Dickinson, sem lýsir „sætum þunga“ annarrar konu í hjarta
sínu að næturlagi og talar um hjónaband tveggja „drottninga“, ætti líka
að skipa sess í hinu lesbíska hefðarveldi, þótt það séu augljóslega engar
opinskáar vísanir í lesbískt kynlíf í ljóðum hennar.38
Stimpson hvetur femíníska bókmenntarýna til að hlusta eftir „tilbrigð-
um, sveiflum, suði, duldum skilaboðum og afturhvarfi til eftirhermu eða
tómarúms“.39 Þetta er sérstaklega mikilvægt verkefni þegar kemur að til-
raunum til að skilgreina lesbískar bókmenntir fortíðarinnar, þar sem svo
margt hefur verið dulið og það sem áður var tekið inn í hefðarveldið skorti
oft tilbrigði, sveiflur o.þ.h. Brýn þörf er á að útvíkka hefðarveldið og það
mun gerast með tímanum þegar fleiri höfundar sem brjótast undan rétt-
trúnaðinum, líkt og Winterson, koma fram. En það er líka hægt að víkka
það út núna með því sem Adrienne Rich kallar „endur-sýn“ – „því að líta
til baka, að sjá í nýju ljósi, að nálgast gamla texta úr nýrri og gagnrýninni
átt“.40
Ríkisháskóla Kaliforníu, Fresno
María Helga Guðmundsdóttir þýddi
37 Lillian Faderman, ritstj., Chloe plus Olive: An Anthology of Lesbian Writing from the
Seventeenth Century to the Present, New York: Penguin, 1995.
38 Sama rit.
39 Catharine Stimpson, „Zero Degree Deviancy: The Lesbian Novel in English“,
Critical Inquiry 8/1981, bls. 363–79, hér bls. 379.
40 Adrienne Rich, „When We Dead Awaken: Writing as Re-vision“, Adrienne Rich’s
Poetry, ritstj. Barbara Gelpi og Albert Gelpi, New York: Norton, 1975, bls. 90–98,
hér bls. 90.
HvAð ERU LESBÍSKAR BÓKMENNTIR?