Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 32
32 TMM 2014 · 2 Guðmundur Andri Thorsson Sérðu það sem ég sé? – Rithöfundurinn Guðmundur Páll Upphafsorðin í fyrsta stórvirki Guðmundar Páls, Fuglar í náttúru Íslands, sem út kom árið 1987, hljóða svo: Fuglar í nátttúru Íslands er heimildarit um fugla sem ætlað er almenningi á öllum aldri. Þegar þetta verk var hafið var sú stefna mörkuð að reyna að gera ritið aðgengi- legt og tengja efniviðinn við hugmyndaheim íslenskrar alþýðu gegnum aldirnar. Hér er tvinnað saman fuglafræði, þróunarfræði, þjóðfræði og skáldskap. Með því móti er leitast við að gera bókina bæði fræðandi og skemmtilega, en hvernig til hefur tekist verður lesandinn að dæma um. við lifum á öld tækniframfara og borgarmenningar. Tækniþróunin hefur farið langt fram úr þroska mannsandans og yfir jörðinni grúfir vá mengunar og kjarnorku- sprengja. Hraði og spenna eru orðin að lífstíl margra og margt sem glepur hugann og rænir fólk sjálfu sér. Sú gamla speki að þekkja sjálfan sig og umhverfi sitt er hins vegar mörgum framandi. Það er ekki síst af þessum ástæðum sem þessi bók er skrifuð. Kveikjan að henni er kærleikur til náttúru landsins, þjóðar og menningar og henni er ætlað að vera hvatning til þín, lesandi góður, að leita á vit náttúrunnar og kynnast friðsæld hennar og fjölbreytni. Þessi orð geta í rauninni verið eins konar yfirskrift alls bókaflokksins. Þau lýsa höfundinum, metnaði hans og ástríðu. Eftir þessi leiðarljósi starfaði hann alla tíð. * Sumir höfundar skrifa vegna þess að þá langar að segja heiminum frá sér og hugsunum sínum og reynslu. Aðrir höfundar skrifa vegna þess að það liggur vel fyrir þeim og þeir hafa ánægju af því að setja saman orð og setningar þó að kannski liggi þeim ekki ýkja margt á hjarta. Sumir höfundar skrifa vegna þess að þeir vilja hafa áhrif á fólk og sumir skrifa vegna þess að þeir kunna ekkert annað. Í flestum rithöfundum er allt þetta í einhverjum hlut- föllum. Guðmundur Páll Ólafsson skrifaði hins vegar til þess að bjarga Jörðinni. Hann brann af löngun til þess að bjarga náttúruverðmætum frá eyðingaröflum vanþekkingar, græðgi og skammsýni. Hann skynjaði sterkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.