Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 98
R e y n i r A x e l s s o n 98 TMM 2014 · 2 menn jafna. En tökum fyrst og fremst eftir að á þeim tíma sem Wagner tók að lesa kynþáttarit Gobineaus var hann búinn að yrkja kvæðin við allar sínar óperur, gera lokauppkast að tónlistinni í þeirri síðustu, Parsifal, og um það bil hálfnaður með að setja hana út fyrir hljómsveit. Þannig er ljóst að kynþáttakenningar Gobineaus geta ekki hafa haft nokkur áhrif á Parsifal, hvað þá fyrri óperur Wagners, hversu oft sem því hefur verið haldið fram. Ég ætla að láta þessar fátæklegu athugasemdir nægja um það almenna efni hvort Wagner hafi haft einhver áhrif á Hitler, en snúa mér heldur að hinni spurningunni, hvort finna megi vísbendingar um gyðingahatur í óperum Wagners. Hér hófst það Kenningin að svo sé er tiltölulega ný af nálinni. Hún verður til í sérkenni- legri lítilli bók, Tilraun um Wagner, eftir Theodor W. Adorno frá árinu 1952.18 (Hlutar úr bókinni birtust í tímariti árið 1939, en upplag þess var að mestu eyðilagt af nazistum.) Adorno segir sjálfur19 að í bókinni megi finna „björgun Wagners“ – væntanlega björgun hans úr klóm nazista, án þess það sé tekið fram – en í flestra augum held ég bókin hljóti að teljast látlaus árás á Wagner á öllum vígstöðvum og með öllum meðulum, eða kannski ætti að segja öllum meðulum skæruhernaðar, því að lítið er um samfellda hvað þá sannfærandi röksemdafærslu; það er hlaupið úr einu í annað, og bókin er öllu heldur samsafn af glefsum. Eins og margt annað eftir Adorno er hún skrifuð í þeim þýzka heimspekistíl sem mætti kalla „véfréttarstíl“. Þar á ég ekki fyrst og fremst við að oft sé verulega torséð hvað höfundurinn er að fara, þótt það sé vissulega hluti af stílnum – hann reikar einatt næsta stefnulaust um á mörkum hins óskiljanlega og heldur sig alls ekki alltaf réttum megin20, – heldur ekki síður hitt að textinn er skrifaður eins og fyrir guðlegan inn- blástur; höfundurinn fullyrðir hitt og þetta sem heilagan sannleik og telur sig ekki þurfa að færa fyrir því nokkur rök. Það nægir að Theodor Wiesen- grund Adorno sjálfur hafi haldið einhverju fram; þá er það rétt, og þarflaust að mögla eða biðja um skýringar. Adorno er þekktastur sem heimspekingur og félagsfræðingur, en hann var líka menntaður í tónlist. Hann lærði tónsmíðar hjá Alban Berg, og nú á dögum er hægt að hlusta á nokkur af tónverkum hans á Internetinu. Hann er sagður hafa verið ágætur píanóleikari, en kann líka að hafa átt sína slæmu daga í því fagi. („Afleitur píanóleikur [Schlechtes Klavierspiel] A[dorno]’s: Schubert og Chopin“ stendur í dagbók Thomasar Mann fyrir 12. nóvember 1944.21) Adorno skrifaði mikið um tónlist, og sagt hefur verið að þau skrif séu full af snilldarlegu innsæi. Ég treysti mér ekki alveg til að dæma um það; kannski er ekki alltaf gott að koma auga á innsæisstaðina inni í myrkviði stílsins (þótt ekki séu alveg öll skrif Adornos um tónlist á jafntyrfnu máli og stórir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.