Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 52
G u ð r ú n I n g a R a g n a r s d ó t t i r 52 TMM 2014 · 2 „Hvað segirðu?“ „Ég ætla að fara til Gautaborgar og heimsækja þetta fyrirtæki sem fram- leiðir lasertækin.“ „Brynja mín …“ „Hvað?“ „Þú hlýtur að sjá að það er alger vitleysa.“ „Af hverju? Ég var fyrsta manneskjan sem lagðist undir þetta nýja tæki. Ég er viss um að það er engin tilviljun og ég ætla bara að skoða þetta fyrirtæki og ræða við starfsfólkið.“ „Æi, Brynja. Mér líst ekkert á að þú farir ein þarna út.“ „Hversvegna ekki? Ég hef ferðast ein um hálfan heiminn. Heldurðu að ég geti ekki farið í smáheimsókn til Svíþjóðar?“ „Þetta er öðruvísi.“ „Sorrí. Búin að panta farið. Ég er meira að segja búin að bóka gistiheimili.“ „Ég fer með þér.“ „Ekki að ræða það, Sverrir. Ég er búin að leggja nógu mikið á þig. Þú hefur gott af því að losna aðeins við mig á meðan ég reyni að finna einhvern flöt á þessu rugli.“ Ég vissi að það þýddi ekki að þræta við hana. Brynja fór út í heila viku og ég var á nálum allan tímann. Ég bað hana um að hringja í mig á morgnana, yfir miðjan daginn og aftur á kvöldin áður en hún fór að sofa. Hún stóð við það, nema stundum gleymdi hún að hringja á daginn. Þegar ég spurði hana hvernig gengi var fátt um svör. Ég reyndi að ergja mig ekki á því. Þegar hún kæmi heim þá gætum við talað almennilega saman, undir fjögur augu. Mér hálfbrá þegar ég sótti Brynju á flugvöllinn. Hún var náföl og þreytuleg, með dökka bauga undir augunum. Ég faðmaði hana að mér og andaði að mér líkamslykt hennar. Það var alltaf svo góð lykt af henni, í þetta sinn blandaðist hún þó daufum keim af svitalykt og óþvegnu hári. Brynja var þögul í bílnum á leiðinni heim en ég vildi ekki kæfa hana með spurningaflóði. Hún þurfti greinilega á góðri hvíld að halda. Ég komst aldrei almennilega að því hvað hefði átt sér stað úti í Svíþjóð. Brynja var óttalega fámál og þreytuleg fyrstu dagana eftir heimkomuna og þótt ég væri forvitinn taldi ég best að hún segði mér frá ferðinni að fyrra bragði. Sennilega hafði hún orðið fyrir vonbrigðum, það hafði eflaust lítið komið út úr þessu. Hverjar voru svosem líkurnar á öðru? Ég efaðist stórlega, eðli málsins samkvæmt, um að hún hefði fengið einhverjar haldbærar upp- lýsingar. Það reyndist rétt hjá mér. Þegar Brynja fór loks að tala um ferðina var það eins og að hlusta á dauðvona krabbameinssjúkling tjá sig um lúpínusafa og afrískar nálastungur. Það voru engin rök, lítil von. Hún hafði komist að því að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, einhver Sven-Åke Sundkvist, hafði látist eftir erfið veikindi sama dag og hún fór í aðgerðina. „Það gæti tengst eitthvað,“ sagði hún. „Ég meina, forstjórinn deyr sama dag og ég leggst undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.