Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 128
128 TMM 2014 · 2 Pablo Neruda Tvö ljóð Þýðing: Steinn Ármann Stefánsson Steinn Ármann Stefánsson var ekki einn þeirra manna, sem gæfan lék við í þessu lífi. Ævi hans verður ekki rakin hér. Kynni okkar voru innan veggja réttargeðdeildarinnar í Sogni. Þar starfaði ég á árunum 2001 til 2012, er deildinni var lokað og starfsemin flutt til Reykjavíkur. Steinn Ármann var lengst af þess tíma, vistmaður í Sogni. Steini var ýmislegt til lista lagt. Hann málaði nokkuð haglega, en skorti úthald til að ná dýpri þroska í þeirri grein. Þar í móti hékk uppi í herbergi hans sjálfsmynd, sem hann hafði gert með krít; lýsti hún svo vel þunglyndi hans og sálarstríðinu, sem því fylgdi, að ekki leyndi sér, að þar var listamannshönd að verki. Því miður fannst þessi mynd ekki í dánarbúi hans, hefur hann hugsanlega grandað henni í hugarvíli, er stundum kom yfir hann. En hún stendur mér enn fyrir sjónum, líkt og ég hafi litið hana fyrir andartaki. Er mynd þessi í hópi þeirra myndlistarverka, sem snert hafa mig hvað dýpst. Einhverju sinni var það, síðla kvölds, þegar ég var á næturvakt, að ég sat við tölvu og var að leita mér að skáldskap til aflestrar. Rambaði ég þá á nokkur ljóð eftir Pablo Neruda. voru þau bæði á frummálinu og í enskri þýðingu. Nú vissi ég, að Steinn kunni nokkuð fyrir sér í spænsku, en hann hafði á sínum yngri árum dvalið um tíma í Kól- umbíu. Prentaði ég því út tvö ljóð, reif burt ensku þýðingarnar og bankaði upp hjá Steini; spurði hvort hann vildi ekki þýða ljóðin. Kvöldið eftir afhenti hann mér fyrri þýðinguna, sem hér birtist, en sú síðari kom að fáum dögum liðnum. Það leynir sér ekki, að þýðingar þessar eru gerðar af skáldlegu innsæi. Og mér hefur sagt fólk, sem vel er að sér í spænsku, að málfarslega sé þeim vel til skila komið. Er skaði, að Steinn skyldi þarna láta staðar numið við ljóðaþýðingar. Í þeim efnum varð honum ekki haggað, þótt á hann væri gengið. Steinn lést þann 6. nóvember 2013, aðeins 47 ára að aldri. Ekki hafði hann sýnt þessar þýðingar sínar neinum öðrum en mér. við útför hans afhenti ég móður hans, Önnu Guðmunds afrit af þýðingunum og spurði, hvort ég mætti koma þeim á fram- færi. var það leyfi góðfúslega veitt. Áður hafði ég falast eftir því við Stein, að þýðing- arnar yrðu birtar almenningi. Tók hann í fyrstu vel í það, en guggnaði, þegar á skyldi reyna. Engu að síður tel ég rétt, að þýðingarnar komi sem flestum fyrir sjónir. Hvoru tveggja er, að þær sýna, að andleg iðja er víðar stunduð en ýmsir vænta og eins hitt, að þær hafa einfaldlega listrænt gildi. Pjetur Hafstein Lárusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.