Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 43
S j ó n t r u f l a n i r TMM 2014 · 2 43 Brynja kinkaði kolli. „Mér fannst eins og einhver reyndi að toga í mig eða eitthvað. Mjög krípí. Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði verið ein heima. Ég klessti mér alveg uppvið þig, þá leið mér aðeins betur. Þú stein- svafst auðvitað, hraust hástöfum.“ Brynja leit á mig og brosti dauflega. „Ég ætla að vera heima í dag. Ég er ekki í stuði til þess að fara í vinnuna.“ „Mér líst vel á það. Þú hefur gott af því að hvíla þig aðeins. Hvernig er sjónin annars?“ „Mjög fín. Það er magnað að fara á fætur og sjá bara allt. Ég sé betur en ég gerði með gleraugunum. Ég sé húsnúmerið á húsinu hérna á móti,“ sagði Brynja og kinkaði kolli í átt að glugganum. „Svo sé ég hverja einustu bólu og hrukku á þér,“ sagði hún og blikkaði mig. Ég fékk mér kaffi og ristað brauð og lagði síðan af stað í vinnuna. Um hádegið íhugaði ég að hringja heim til þess að athuga hvernig Brynju liði, en ákvað að láta vera með það. Ég vildi ekki vekja hana ef ske kynni að hún svæfi. Ég kom ekki eins miklu í verk í vinnunni og ég hefði viljað. Samt fór ég talsvert fyrr heim en vanalega, það var ekki laust við að ég hefði smá áhyggjur af Brynju. Ég var því ánægður að sjá hana brosa til mín um leið og ég gekk inn í íbúðina. Hún sat í sófanum inní stofu og hafði greinilega hvílt sig vel, var búin að klæða sig og leit mun betur út en um morguninn. Á sófa- borðinu stóð tekanna ásamt tveimur bollum og skál með kexkökum. „Tylltu þér hérna hjá okkur,“ sagði Brynja. „Okkur?“ „Þetta er Sverrir, unnusti minn,“ sagði hún og kinkaði kolli í átt að stólnum við hlið sér. „Hvaða húmor er þetta?“ spurði ég. „Hvað meinarðu?“ Brynja saup á teinu. „Ætlarðu ekki að heilsa frænku minni?“ „Hvaða frænku?“ „Sólveigu, ömmusystur minni. Hugsaðu þér, hún bankaði bara uppá í dag. Ég vissi ekki einusinni að amma hefði átt systur!“ Brynja var afleit leikkona. Hún gat ekki logið fyrir fimmaura, en gleði hennar yfir þessari frænku virtist vera ósvikin. Það vakti með mér óhug. „Brynja, þetta er ekki fyndið.“ „Sestu niður og spjallaðu við okkur. Hún Sólveig er búin að segja mér ótal sögur frá því að þær amma voru litlar.“ „Brynja, hættu þessu!“ „Hverju?“ „Það er engin fjandans frænka hérna, ekki hræða mig svona! Fyrst þessar ofskynjanir í nótt, síðan þetta.“ Brynja hætti að brosa. Hún náfölnaði. Og þegar hún fölnaði svona, þá hvítnaði ég. Hún missti tebollann og teið slettist út um allt, á buxurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.