Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 133
Á d r e pa
TMM 2014 · 2 133
ekki er farið á djúp, og þó allvel varinn
fyrir sjávargangi, og svo liggur hann vel
fyrir N.göngum, vegna þess að Hornið
nær svo langt út og til norðurs.18 Byggðin
tók kipp eftir útkomu skýrslunnar, þéttist
hratt og lengdist, nokkrum árum síðar
var risið þorp með öfluga útgerð. Saga
Nesþorps, síðar Neskaupstaðar, örlög
fólksins sem þar hefur lifað og dáið,
kossar þess og svíðandi orð, faðmlög og
óstöðvandi grátur, og þá um leið gervöll
saga Ara, er tilkomin vegna fjögurra lína
frá Bjarna náttúrufræðingi í tímaritinu
Andvara.“19 Bjarni Sæmundsson var, eins
og við vitum, brautryðjandi í haf- og
fiskifræðilegum rannsóknum og afkasta-
mikill fræðirithöfundur um lífríki
Íslands.20 Alþingi áttaði sig á því að
þekking hans skipti máli fyrir íslenska
þjóð og veitti honum fyrst fé árið 1906
sem hann nýtti til rannsókna um borð í
vélbátum á vestfjörðum.21
Um svipað leyti og Bjarni sinnti rann-
sóknum á hafinu hófust formlegar til-
raunir á vegum Búnaðarfélags Íslands.
Áður höfðu verið settir á laggirnar fjórir
bændaskólar um landið og því mætti
færa rök fyrir því að jarðvegur hefði
verið fyrir hendi meðal bænda til þess að
nýta sér nýja þekkingu.22 Á þessum tíma
var vart hægt að tala um að til væri
nokkurt ræktað land við bæi. verkefnin
snerust því einkum að því að prófa hvort
hægt væri að nota hér á landi erlendar
aðferðir, tækni og nytjaplöntur.23 Jarða-
bætur voru hafnar en verkið sóttist seint.
Svona lýsir Málfríður Einarsdóttir skáld-
kona stöðunni í Þingnesi árið 1912:
„Húsatúnið var girt […] Síðan var borið
á þýfið umhverfis fjárhúsin og hirt töðu-
hárið sem spratt. En sprettan var lítil og
karginn illvinnandi. Lítil flöt var gerð
með torfljá, og við það sat. Í heimatúninu
voru gerðar smáflatir með þessum vondu
verkfærum […] Umhverfis túnin voru
síki, blautar mýrar með dökkum döprum
gróðri, hálfgrösunum, fífunni, og mór í
jörðu […] Öll hryggðin, sem hefur bagað
mig ævilangt, held ég sé runnin úr þess-
um mýrarfenjum, þar sem fugli var varla
vært né mús fyrir bleytu, blandaðri járn-
rauða, og ekki maðkur í mold.“24
Allt mjakaðist í rétta átt þó hægt
gengi. Merkir frumkvöðlar komu fram á
sjónarsviðið sem fluttu með sér þekkingu
frá útlöndum. Rannsóknir þeirra voru
fyrst og fremst hagnýtar en jafnframt
þurfti einnig að styrkja þekkingargrunn-
inn sem hin hagnýtu vísindi byggðu á.
Að því kom að alþingi áttaði sig á því að
allt þetta vísindabrölt gagnaðist þjóðinni
og árið 1929 voru samþykkt lög um
heimild handa ríkisstjórninni til að setja
á stofn rannsókna- og tilraunastofu í
þágu atvinnuveganna. Áherslan var fyrst
og fremst á landbúnað og sjávarútveg og
endurspeglaði hún reynsluheim alþingis-
manna á þessum tíma. Málið fór hins
vegar í ágreining og ekkert varð úr fram-
kvæmdum. Kreppan mikla skall á og
finna þurfti ný úrræði til þess að takast á
við samdrátt og atvinnuleysi. vorið 1935
voru svo loks samþykkt lög um rann-
sóknir í þágu atvinnuveganna við
Háskóla Íslands. Atvinnudeild Háskólans
var orðin til og tók hún formlega til
starfa 17. september 1937.
Þáttaskil urðu í nytjarannsóknum á
Íslandi með stofnun Atvinnudeildar
Háskólans og síðar Rannsóknaráðs ríkis-
ins sem stofnað var í skugga ófriðarins
mikla árið 1940.25 verksviðið var víkkað
út og náði nú yfir hagnýtar náttúrufræði-
rannsóknir í landinu. Til starfa réðust
ungir vísindamenn sem sótt höfðu sér
þekkingu til útlanda og skyldu þeir sýna
með rannsóknum sínum „á hvern hátt
þjóðin gæti sem best fullnægt þörfum
sínum með framleiðslu nauðsynlegustu
vörutegunda ef siglingar að eða frá land-
inu stöðvuðust að miklu eða öllu leyti af
völdum ófriðar.“26 vísindastarfinu óx