Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 47
S j ó n t r u f l a n i r TMM 2014 · 2 47 leit í grátbólgin augun á henni. Mér dauðbrá, ég hafði sjaldan sé hana jafn skelfingu lostna. Ég greip í höndina á henni. „Síðan fletti ég upp kennitölu mannsins,“ sagði hún og saug upp í nefið. „Hún var ógild. Hann dó árið 2005.“ Ég fékk gæsahúð. Sagði ekkert. Strauk bara höndina á Brynju. Reyndi að róa hana, þótt ég væri sjálfur mjög órólegur. „Þá fór hann bara, hann Friðrik, um leið og ég spurði hann út í kenni töluna. Hann vildi ekki tala um það. Síðan hringdi ég í pabba. Spurði hvort amma hefði átt systur sem hét Sólveig.“ Brynja snökti. „Hún átti systur. Sólveigu, sem dó árið 1991. Amma dó náttúrlega áður en ég fæddist og eftir það fjöruðu tengsl pabba við þessa frænku sína bara út. Ég heyrði aldrei minnst á hana.“ „vá, maður.“ „Ég veit. Þetta eru engar ofskynjanir. Þetta er alvöru, dáið fólk. Þessi Frið- rik var til, Sólveig var til. Hvað í fjandanum er í gangi? Hvað á ég að gera?“ „við skulum bara taka eitt skref í einu, elskan,“ sagði ég, því ég vissi ekk- ert hvernig ég ætti að bregðast við. „Nú förum við bara inn og tökum því rólega.“ Ég sleppti hendinni á Brynju og við stigum úr bílnum og gengum inn í íbúðina. Næstu dagar voru erfiðir. Brynja tók sér veikindafrí og sat tímunum saman fyrir framan tölvuna, gúglandi eins og brjálæðingur. Hún aflaði sér upp- lýsinga um laseraðgerðir og allar mögulegar og ómögulegar aukaverkanir þeirra. Hún las sér til um drauma, sýnir og skyggnt fólk. Sérstaklega reyndi hún að hafa uppá reynslusögum fólks sem varð skyggnt á því sem næst einni nóttu. Hún lá yfir þessum greinum, vakti langt fram eftir og svaf oftar en ekki illa á næturnar. Þegar ég var í vinnunni hafði ég stöðugar áhyggjur af henni einni í íbúðinni. Ég reyndi þó að láta það ekki bitna á vinnuafköstum mínum. Það gekk upp og ofan. Ég fór með henni í eftirskoðunina hjá augnlækninum. Hún bað mig samt um að bíða á biðstofunni, hún kærði sig ekki um að líða eins og smákrakka, eins og hún orðaði það. Ég beið heillengi eftir henni, las nokkur gömul Séð og heyrt blöð spjaldanna á milli, þar til hún kom loks út í fylgd augnlæknisins. Hún hélt á einhverju bréfsnifsi. Læknirinn tók í höndina á henni og sagði: „Gangi þér vel.“ Hún svaraði ekki, yppti bara öxlum, kinkaði síðan kolli til mín og gekk út. Ég stóð upp og leit örstutt í augun á lækninum. Hann brosti dauflega til mín. Það var eiginlega ekki bros, meira svona tilraun til þess að létta aðeins á stemningunni. Ég gekk út á eftir Brynju. „Hvað sagði læknirinn?“ spurði ég þegar við vorum sest inní bíl. Hún svaraði ekki. „Brynja?“ „Ja, hann skoðaði í mér augun, mældi sjónina og svona. Hann sagði að aðgerðin hefði heppnast ótrúlega vel. Ég sé skýrar en flestir sem hafa farið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.