Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 102
R e y n i r A x e l s s o n
102 TMM 2014 · 2
þá er ekkert sem bendir til að þau hafi stafað af því að áheyrendur hafi orðið
varir við andgyðinglegan áróður í óperunni. Í andsvari við greininni eftir
Rasch og Weiner sem er birt strax á eftir henni í sama tímaritshefti segir
vaget:
En hvað vitum við um þessi mótmæli? Beindust þau í raun að lýsingu Beckmessers
sem gyðings? Eða var þeim frekar beint að alræmdri gyðingaandúð Wagners sem
(einmitt þá, 1869) hafði endurbirt ömurlegan bækling sinn Das Judentum in der
Musik? Mér virðist við þurfa að læra talsvert meira um þessa atburði – nákvæmt
sögusvið þeirra, nákvæmar ástæður – áður en við getum notað þá sem sönnun þess
að [óperan] Die Meistersinger hafi verið skilin sem miðill til að breiða út gyðinga-
hatur.
Þótt margt hafi verið skrifað um málið síðan virðist þó enginn hafa haft
fyrir að athuga það gaumgæfilega fyrr en Jonas Karlsson í fyrrnefndri
doktorsritgerð frá því í hittifyrra. Meistarasöngvararnir voru frumfluttir
við frábærar undirtektir í München 21. júní 1868 og síðan sýndir næsta
ár í Dresden, Dessau, Karlsruhe, Hannover, Mannheim og Weimar, aftur
við frábærar undirtektir áheyrenda (en ekki allra gagnrýnenda). Þá kemur
bæklingurinn um Gyðingdóm í tónlist út, og eftir það kom að fyrstu
sýningunni í vínarborg. Hún var 27. febrúar 1870, eftir að henni hafði verið
frestað margsinnis vegna veikinda söngvara. Karlsson hefur nú tekið sig
til, lesið umsagnir vínarblaðanna frá þessum tíma og hann getur því gefið
gott yfirlit um hvað gerðist.27 Mótmæli hófust undir lok annars þáttar (sem
mörgum þótti langdreginn og leiðinlegur) þegar kvöldlokka Beckmessers
hófst, en hún þótti mörgum afkáraleg. Þau héldu síðan áfram út þáttinn,
en þriðji þáttur virðist hafa sloppið. Í einu blaði stendur að vinir og and-
stæðingar tónskáldsins hafi þekkzt af lit sínum (þýzka orðið er Färbung), en
af öðrum virðist mega álykta að skiptingin hafi alls ekki ráðizt af því hverjir
voru gyðingar og hverjir voru „germanir“ (eins og það var kallað). Það sem
máli skiptir fyrir okkar athugun er að hvergi örlar á grunsemdum um að í
óperunni komi í ljós andúð á gyðingum, né að Beckmesser hafi verið túlk-
aður sem skopstæling á gyðingi. (Þótt fyrstu sýningarnar í Mannheim hafi
gengið áfallalaust urðu mótmæli á seinni sýningum, eftir að bæklingurinn
kom út.)
við þetta má bæta að ekki einu sinni nazistum tókst að finna andgyðing-
legan anda í óperum Wagners. David B. Dennis hefur farið í gegnum
fjöldann allan af ritum frá nazistatímanum og áratugunum þar á undan
til að athuga hvort þar megi finna einhverja umfjöllun um andgyðinglegar
tilvísanir í Meistarasöngvurunum. Upptalning þessara rita í grein hans28 er
hátt á aðra blaðsíðu og endar á tveimur helztu dagblöðum nazista, Völkischer
Beobachter og Der Angriff, en í þeim einum fann hann næstum 300 greinar
um Wagner og þar af yfir 30 um Meistarasöngvarana. Niðurstaðan er sú að