Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 114
R e y n i r A x e l s s o n 114 TMM 2014 · 2 Gyðingurinn í þyrninum Endloser Grimm! Ewiger Gram! Die Walküre, 2. þáttur Mér finnst ég verði að nefna eitt dæmi enn, vegna þess að tveir gagn- rýnendur, Charles Rosen og Thomas-Mann-sérfræðingurinn Hans Rudolf vaget, sem eru venjulega ekki ginnkeyptir fyrir gervirökum, hafa með semingi viðurkennt að eitthvað sé til í því, og vaget meira að segja skrifað um það heila grein.47 Það er dæmið um gyðinginn í þyrnirunnanum. Þetta er sú kenning að í prófsöng Walthers í fyrsta þætti Meistarasöngvaranna megi lesa tilvísun í eitt af ævintýrum Grimm-bræðranna, nefnilega ævintýrið Der Jude im Dorn (Gyðingurinn í þyrninun) og sú tilvísun ein á að nægja til að setja gyðingastimpil á Beckmesser. Ég ætla ekki að endursegja ævintýrið allt, en í því segir frá pilti sem eignast töfragripi, byssu sem hittir hvað sem hann miðar á og fiðlu sem fær hvern þann til að dansa sem á hana hlýðir. Pilturinn gengur fram á gyðing sem er að hlusta á syngjandi fugl á trjágrein. „Ef ég bara ætti þennan fugl!“ hrópar gyðingurinn. Pilturinn tekur upp byssuna og skýtur á fuglinn, sem fellur niður í þyrnigerði. Gyðingurinn skríður inn í þyrnigerðið til að ná í fuglinn. Þá tekur pilturinn upp fiðluna og leikur á hana og gyðingurinn neyðist til að dansa inni í þyrnigerðinu, þyrnarnir rífa föt hans og hann sjálfan þangað til hann lofar piltinum að gefa honum poka fullan af gulli. Gyðingurinn ber það svo seinna á piltinn að hann hafi stolið gullpokanum. Pilturinn er dæmdur til hengingar, en fær fyrst að leika á fiðluna; allir viðstaddir, þar á meðal dómarinn og gyðingurinn, neyðast til að dansa þangað til gyðingurinn gefst upp og játar að hafa sagt rangt frá; og hann er svo hengdur í staðinn fyrir piltinn. Þetta er flökkusaga sem er til í ýmsum gerðum; í sumum hinna eldri er munkur í stað gyðings; í öðrum er það kölski sjálfur. Aftur virðist það hafa verið Adorno sem kveikti hugmyndina í kollinum á fólki, án þess þó í þetta sinn að hafa haldið henni fram sjálfur. Í Versuch über Wagner minnist hann á þetta ævintýri; hann talar um sadistískt skopskyn Wagners, sem hann segir að fari svo illa með þorparana í óperum sínum að það minni á söguna um gyðinginn í þyrnirunnanum; Adorno segir ekkert um að Wagner sjálfur sé að vísa í þetta ævintýri, en heldur því hins vegar fram (án þess, að því er virðist, að hafa neitt fyrir sér) að það hafi verið honum kært. Enginn hefur mér vitanlega gengizt við að hafa fengið hug- myndina. Bæði Karl A. Zaenker og Barry Emslie segja að upphafsmaðurinn hafi verið Thomas Mann og vísa í bréf sem Mann skrifaði Emil Preetorius 6. desember 1949.48 En það er rangt, því að þar stendur ekkert um gyðinginn í þyrninum nema eftirfarandi setning: „Getið þér ennþá þolað leikhús- hyggindi Hans Sachs, gæsina, Evu litlu geðþekku, „gyðinginn í þyrninum“, Beckmesser?“49 Hér stendur ekkert um að Wagner hafi vísað í ævintýrið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.